15.12.2010 | 23:20
Miðvikudagur 15. desember 2010 - Að vera eins og Freddie Mercury
Ég lærði klassískan söng á árabilinu janúar 1999 - febrúar 2006.
Ég þótti svona sæmilegur en það vantaði samt alltaf eitthvað upp á til að ég gæti tekið mér listamannsnafnið "Pálarotti".
Vegna þessa hætti ég þarna árið 2006.
Svo hófst söngnámið aftur 24. nóvember sl. ... og í dag sagði söngkennarinn mér, eftir að ég hafði sungið "I want it all" með Queen í míkrófón, að ég hljómaði bara mjög líkt og sjálfur Freddie Mercury.
"Það er ekkert annað" hugsaði ég en sagði upphátt við kennarann: "Þetta er "kompliment"!"
"Já" svaraði hann.
---
Ég er alveg með báðar fætur kirfilega á jörðinni ... en þessi popp/rokksöngur er nú að ganga betur en ég átti von á ... svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn.
Spurning um að fara að líta eftir gulum jakka ... ;)
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt! Vonandi fær maður að heyra þig taka Freddy einhvern daginn. Gætum nú til dæmis endurtekið karókí-partý söngskólans við gott tækifæri...
Til hamingju með afmælið í fyrradag
Bestu kveðjur til ykkar allra
Anna Klara (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:22
Takk kærlega fyrir kveðjuna :) .
Þú færð að heyra mig taka Freddie einhvern daginn ;) .
Páll Jakob Líndal, 16.12.2010 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.