Mánudagur 13. desember 2010 - Lúsía, IKEA og geitin

Í morgun var Lúsíu-hátíđ í skólanum hjá Guddunni en ţar sungu öll börn skólans, ásamt kennurum, nokkur vel valin lög.

Viđ mćttum öll á stađinn rétt um 7.30 í morgun eftir ađ "performer dagsins" hafđi veriđ heldur ósamvinnufús heima fyrir í ađdraganda hátíđarinnar.

 

Ţetta var ljómandi skemmtilegt ađ vera viđstaddur ţessa miklu hátíđ og undir lok skipulagđrar dagskrár mátti heyra hćst heilmikinn söng úr munn dótturinnar.  Hann var ţó ekki samkvćmt dagskránni heldur meira vegna ţess ađ hún hafđi komiđ auga á móđur sína í "áhorfendaskaranum" og vildi komast til hennar.

---

Síđastliđinn föstudag skrapp ég til Gävle ađ hitta leiđbeinanda minn ... ţví miđur gafst mér ekki tími til ađ taka mynd af hinni frćgu Gävle jólageit sem sett er upp í miđbćnum ţar fyrir hver jól.

Helsta spenna bćjarbúa er svo ađ sjá hvort kveikt verđur í henni en ţess má geta ađ yfirvöld og skemmdavargar heyja mikla baráttu fyrir hver jól.  Iđulega hafa skemmdavargarnir ţó vinninginn.

Ţess má ţó geta ađ geitin skartađi sínu fegursta síđastliđinn föstudag.


Ţetta er stolin mynd ...

--- 

Á laugardaginn var farin einhver sú ćvintýralegasta ferđ í IKEA sem um getur, ţar sem Guddan fór gjörsamlega á kostum og lét eins og hún ćtti búđina.

Hlaupin og eltingaleikurinn voru međ ólíkindum skemmtileg og klárlega er ţetta einn af hápunktum ćvinnar hjá dótturinn.

Eftir IKEA-ferđina skruppum viđ í smábíltúr enda erum viđ svo heppin ţessa dagana ađ hafa bíl til umráđa ... ţađ er sumsé bíllinn ţeirra Sverris og Dönu. 

Ţađ er nú bara andskotanum verra ađ ţađ er ekkert ađ sjá hér nema tré ... sbr. međfylgjandi mynd ...

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Sverrir Ţór

Ţess má geta ađ fyrir utan IKEA í Garđabć er allnákvćm eftirlíking eftir hafrinum góđa í Gävle. Ţar í bć er annars framleidd ein vinsćlasta kaffitegundin á Íslandi.

Guđmundur Sverrir Ţór, 13.12.2010 kl. 22:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband