Fimmtudagur 9. desember 2010 - Merkileg samtöl

Á leiðinni út á flugvöll í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað í aftursætinu í Volvonum þeirra Sverris og Dönu:

"Bobbi, Bobbi, Bobbi ... "

"Já"

"Á ég að segja þér?!?!"

"Já"

"Veistu hérna ... hérna ... veistu hvaða mynd kom í búðir í gær?  Á DVD?"

"Mmmm ... Avatar?!?"

"Neihei ... veistu ekki hvaða mynd kom í búðir í gær?"

"Nei, ég veit það ekki"

"Veistu það ekki?" 

"Nei ... "

"KARATE KID!!! ... númer fjögur!!!" 

Það er óhætt að segja að Jóndi 7 ára sonur bíleigandanna hafi puttann á púlsinum þegar kvikmyndir eru annars vegar ;) . 

---

"Maður þarf eiginlega að muna að brosa með lifrinni", sagði Lauga við kvöldmatarborðið.

Og við gerðum það bæði samtímis.

"Finnurðu ekki hvernig þú verður einhvern veginn allur léttari?"

"Jú ... þetta er alveg að virka"

"Já ... þetta er nefnilega alveg að virka.  Ég las þetta í bókinni ... þarna "Biðja, borða, elska" ... maður gleymir þessu alltof oft ... brosa með lifrinni. Einfalt og áhrifaríkt!"

Lauga dró annað augað í pung og nikkaði kollinum samtímis.

Guðrún kom í sömu mund askvaðandi inn eldhúsið með fjóra bolta í mismunandi stærðum í fanginu.

Ég sneri mér að henni.

"Guðrún ... ætlar þú að brosa með lifrinni?"

Hún ansaði engu en þess í stað gekk rakleiðis til móður sinnar, sleppti boltunum og byrjaði að toga í hana ... hún átti að koma í boltaleik.

"Guðrún ... ætlar þú að brosa með lifrinni?"

"Nei, ég ætla í sund!"

??? 

---

Eftir matinn tók ég mér dagblað í hönd og settist í sófann.

"Guðrún ... eigum við að skoða saman blaðið?"

Dóttirin steig villtan dans af fögnuði og hún hrópaði hátt og snjallt: "JÁ, JÁ ... VEI, VEI ... SÚKKULAÐI, SÚKKULAÐI!!!"

Svona verður nú misskilningurinn til ...

--- 

Annars er afmælisdagur föður míns í dag ... óska honum til hamingju ... 

 

 
Kvikmyndaáhugamaðurinn Jóndi

 
Sund-, bolta- og súkkulaðiáhugamanneskjan Guðrún með slatta af tómatsósu í andlitinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi líklega svara eins og Guðrún ef ég yrði spurður hvort ég ætlaði að brosa með lifrinni: "Nei, ég ætla í sund"  Ég þarf amk smá tíma til að melta þetta.

Misskilningurinn með súkkulaðið er líka mjög skiljanlegur. Eigum við að skoðasamanblaðið = súkkulaði!

Stjóri (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 04:24

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Misskilingurinn með súkkulaðið minnir á leik sem farið var í tónmennt í Austurbæjarskólanum í eina tíð þegar maður átti að hvísla orðið sem maður heyrði í eyra næsta manns ... fyrsti maður hvíslaði t.d. "bakari" og síðasti maður heyrði "siggaus" eða eitthvað álíka :)

Páll Jakob Líndal, 11.12.2010 kl. 08:12

3 identicon

Kannast við þennan hvísl-leik, oft ótrúlega mikill og skondinn munur frá fyrsta til síðasta manns. Svo getur líka verið ágætt að grípa til valkvæðrar heyrnar :) 

Stjóri (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband