Miðvikudagur 8. desember 2010 - Gleymt afmæli og mikilvægi vonarinnar

Ég gleymdi að nefna það í bloggfærslu gærdagsins að Guddan varð 2ja og hálfs árs í gær ... ég sem var búinn að ætla mér að muna það ... taka mynd af henni og setja á bloggið ásamt árnaðaróskum.

Það var ekki einu sinni tekin mynd af henni í gær ... algjör bömmer ...

Set í staðinn tvær myndir af minni ástkæru dóttur sem nú er 2,5 árs + 1 dags gömul.


Tekið í morgun skömmu áður en haldið var í leikskólann.


Og í kvöld sofnaði stubbur áður en tókst að tannbusta ... eða eiginlega bara þegar verið var að tannbursta. 

---

Í dag sannfærðist ég enn frekar um það hvað vonin er ótrúlega sterkt afl og hvað getur gerst þegar hún slokknar.

Elizabeth Edwards, fyrrum kona John Edwards, þess sem hugðist bjóða sig fram til forseta Bandaríkjana fyrir nokkrum árum, háði áralanga baráttu við krabbamein.

Í fyrradag var gefin út tilkynning að læknavísindin gætu ekki gert meira fyrir hana.

Hún lést í gær ...

 

Í bókinni "Tilgangur lífsins" segir Viktor Frankl frá hræðilegri dvöl sinni í útrýmingabúðum nasista í seinna stríði.  Auðvitað slær þessi frásögn mann utan undir nánast í hverju orði en mér minnistæðast þegar Frankl talar um mikilvægi vonarinnar.

Í því samhengi segir Frankl frá fanga einum sem var sannfærður um hann og aðrir yrðu heimtir úr helju tiltekinn dag.  Í margar vikur hélt hann dauðhaldi í þessa sannfæringu en þegar dagurinn nálgaðist tók vonin að dofna.  Tveimur dögum áður en "frelsisdagurinn" rann upp, veiktist hann hastarlega.  Daginn eftir missti hann meðvitund og þarnæsta dag, þ.e. á "frelsisdaginn" sjálfan lést hann.

 

Þetta er nú kannski ekkert mjög uppbygging bloggfærsla ... en þessi frétt af Elizabeth Edwards, sem ég las í morgun, sló mig.

Vonin er alveg ótrúlega sterkt afl ... og það er gott að muna að "vona það BESTA og búast við því BESTA". 

---

Annars bara allt gott ... fór í söngtíma í dag og það var svo hrikalega, æðislega gaman að það hálfa hefði dugað.

Í dag fetaði ég í fótspor ekki minni snillings en sjálfs Freddie Mercury með því að syngja "I want it all".

Það er reyndar mjög skrýtið að syngja þetta snilldarlag, þegar bara eru leiknir hljómar á píanó undir ... ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband