"Að vera í formi" III

Þrátt fyrir að hafa komist að einhverri niðurstöðu í gær varðandi skilgreiningu á því "að vera í formi", þá ætla ég að lagfæra hana svolítið, þar sem ég gleymdi algjöru lykilatriði.   

Ný skilgreining á því "að vera í formi" (og vonandi betri): "Að vera í formi er þegar líkamleg geta og andleg líðan einstaklings er í samræmi við raunhæfar væntingar hans um eigin líkamlega getu og andlega líðan." 

Hvaða væntingar gerir þú til eigin andlegrar líðan?  Ef þú ert stressuð/aður, finnst þér það ásættanlegt?  Viltu vera stressuð/aður?  Finnst þér það þægilegt?  Ótrúlega margir og alltof margir eru óánægðir með sjálfan sig, er það ásættanlegt viðhorf?  Ef ekki, hvert er þá ásættanlegt viðhorf?  Hvernig finnst þér að þér eigi að líða andlega?  En líkamlega?

Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að koma sér af stað af hefja reglulega líkams- og heilsurækt, með það að augnamiði að komast í "form", ættu að velta þessum spurningum fyrir sér - ef til punkta eitthvað niður á blað, pæla í því.

Þetta eru orð dagsins frá Múrenunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband