Fimmtudagur 2. desember 2010 - Að skorta efni

Gagnagreining hefur verið viðfangsefni dagsins ... og hún endaði í hreinu bulli í kvöld ...

Þannig að það verður greinilega að verja morgundeginum í sambærileg verkefni.  Sem er svo sem í góðu lagi því gagnagreining er mjög skemmtileg.

---

Annars hefur hreinlega ekkert gerst í dag ... svona fyrir utan það sem gerist iðulega á hverjum degi ...

- Lauga kom heim úr vinnunni upp úr kl. 16.

- Guddan neitaði að vera með vettlinga í útivistartímanum á leikskólanum.  Spurning um að fara bara að líma vettlingana á hana.

- Ég æfði mig að syngja.

- Milljón stiga frost úti.

- Spælt egg og "danskt" rúgbrauð í hádegismat hjá mér.

---

Jú auðvitað ... ég talaði í marga klukkutíma í kvöld við Dóra vin minn ... það er reyndar mjög markvert, því við höfum ekki talað saman í nokkrar vikur.

Hann var bara hress ...

---

Svo bjó Lauga til rosalega góðan mat í kvöld.

Hún er öll að detta inn í heilsumataræði.  Er að lesa sig til um mataræði og næringu og fræðir mig svo.  
T.d. sagði hún mér að maður ætti helst að borða ávexti og grænmeti á fastandi maga, því þá væri upptaka næringarefna og vítamína "effektífust".  Svo á maður ekki að borða kex og ost samtímis ... miklu frekar borða ostinn með grænmeti.

Það er náttúrulega málið að borða hollan mat ... alveg merkilegt hvað maður hefur verið svakalega linur við það svona í gegnum tíðina.

Ég heyrði einhvern segja um daginn að fæstum myndi detta í hug að setja eitthvert subbubensín á bílinn sinn, en þeir hinir sömu eru á móti alveg til í að setja 100% rusl ofan í sjálfa sig.

Þetta er áhugaverð pæling. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir löngu tímabært spjall minn kæri! Þó maður fylgist vel með ykkur í gegnum bloggið er alltaf jafn gaman að heyra í ykkur. Gott hjá Laugu að taka mataræðið í gegn og skemmtileg samlíking með matinn og bensínið - ótrúlegt kæruleysi í gangi hjá manni. Einn spekingurinn (sem ég man ekki hvað heitir) var hér á landi fyrir stuttu í tilefni af bók sem hann var að gefa út um matvæli. Hann sagði t.d. að maður ætti ekki að borða mat sem ömmur okkar myndu ekki þekkja og aldrei að borða morgunkorn sem litar mjólkina. Mikið til í því.   

Stjóri (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband