Fimmtudagur 18. nóvember 2010 - Sögur af Dóru-"faninum"

Guddan gjörsamlega sturlaðist í kvöld.

Tilefnið var nú ekki annað en það að hún þurfti að fara í útifötin svo við gætum komist út í búð.

Fyrirlitningin var slík að um leið og ég lauk við að klæða hana, þá sló hún mig í öxlina, gekk nokkur skref, sneri við til þess eins að bæta um betur, áður en hún hljóp svo til móður sinnar.

"Hvaðan fær barnið þetta skap?" spurði móðirin í forundran ... 

Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör.

---

En svo komum við aftur heim og þá hefur heimasætan verið gjörsamlega eins og ljós.

Söng t.d. hástöfum "gulur, rauður, grænn og blár

 

(Hér átti að koma myndband af dótturinni að "performera" en því miður var YouTube.com með eitthvert vesen þannig að videoið verður að bíða ...

 

Ekki þótti henni nú verra þegar hún fékk að horfa á Dóru í kvöld ... slíkt vekur ávallt mikla lukku, enda er Guddan gríðarlegur harður aðdáandi Dóru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lubbalía....er næstum með sömu klippingu og Dóra......  knús

Abba (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 18:55

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:D ... það er rétt ...

Páll Jakob Líndal, 24.11.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband