Miðvikudagur 17. nóvember 2010 - Svik, dæs og egó

Fyrir utan að fá slæman höfuðverk finnst mér ekkert verra en brostnar vonir um að komast í fótbolta.  Að vera búinn að hlakka allan daginn til að komast í heilsubætandi sprikl og verða svo vitni að því að þrír, að mér meðtöldum, láta sjá sig er ömurlegt.

Það gerðist í kvöld ...

---

Annars hefur dagurinn liðið ljúflega.  Eftir að hafa sent eina vísindagrein í yfirlestur og "kommenteringu" í gærkvöldi, þá var fókusinn settur á þá næstu sem stefnt er á að ljúka í janúar á næsta ári.

Samhliða þessu er svo undirbúningur að þriðju rannsókninni að rúlla af stað.

Svo kallar rannsóknin á Landspítalanum líka á að láta sinna sér.

Auk þessa þarf að verja einhverjum tíma í að ganga frá könnuninni sem gerð var á Djúpavogi í sumar, þegar sálfræðileg áhrif umhverfisins þar á ferðamenn voru könnuð.  

Af þessu má sjá að það er eitt og annað sem liggur fyrir ...

... og þegar ég dæsti yfir þessu í kaffitímanum, spurði Lauga hvort "þetta væri ekki nákvæmlega eins og ég vildi hafa þetta?"  
Svarið við því er auðvitað "" ... annars væri þetta ekki svona.

Yfir hverju er maður þá eiginlega að dæsa?! 
Þetta rennur jú allt saman mjög ljúflega eins og áður hefur verið imprað á.

---

Já ... svo er það Landeyjahöfn ...

... Herjólfur fór nánast á hliðina í innsiglingunni í morgun?!  Búið er að eyrnamerkja tugi eða hundruði milljóna króna til að hægt verði að halda áfram stappi við þessa höfn.  Það verður athyglisvert að sjá hvað þarf til að menn sjái að þetta er bara ekki að ganga.

Fróðlegast af öllu við þetta ferli allt saman er hvað egóið er mikið að flækjast fyrir mönnum ... þessi "rödd" sem glymur inni í höfðinu á fólki dagana langa og segir helst ekkert af viti.

En samt tekur fólk alveg svakalega mikið mark á henni og reynir með öllum leiðum að verða að óskum hennar og samþykkja helst allt sem hún segir, oftast sjálfu sér og öðrum til ama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband