9.11.2010 | 21:38
Þriðjudagur 9. nóvember 2010 - Það snjóar
Í dag hefur snjóað andskotann ráðalausan ... og óhætt að segja að undirritaður sé ekki hrifinn ...
Þetta byrjaði í morgun með þessu ...
Og í kvöld var ástandið orðið svona ...
Það getur vel verið að einhverjum þyki þetta væl ... en bara til að nefna það ... þá snjóaði þann 15. desember 2009 í Uppsala í fyrsta skiptið þann veturinn. 105 dögum síðar ... já, hundraðogfimm dögum síðar ... tók þann snjó upp.
Í ár er snjórinn mættur rúmum mánuði fyrr ... og miðað við síðasta vetur má búast við að 140 "snjódagar" séu framundan ...
---
Í dag hef ég unnið að undirbúningi fyrirlesturs sem ég á að halda á morgun suður í Lundi. Það er svokallaður "area group meeting" sem stendur fyrir dyrum.
Samkvæmt spánni er enginn snjór í Lundi.
---
Þá hef ég einnig unnið í greininni minni og er þeirri vinnu senn að ljúka ... ef guð lofar en óhætt er að segja að ótrúlegar tafir hafi orðið á þessari grein. En ólíkt því sem hingað til hefur tíðkast stendur það á mér að vinna í greininni. Það er því ekkert annað en að herða róðurinn ...
---
Stærsta frétt dagsins er svo auðvitað sú að Lauga rúllaði upp prófinu sem hún var í á mánudaginn. Fékk 9 og var örugglega best í bekknum ...
... ég er alltaf að segja það að konan er snillingur ...
Athugasemdir
Það er bara heilmikil jólastemning yfir kvöldmyndinni. Það myndu nú sumir hér á klakanum fagna 140 snjódögum - og þá um leið fleiri en 5 skíðadögum í Bláfjöllum!
Glæsilegt hjá Laugu! Hún er náttúrulega snillingur sem rúllar öllu upp sem hún tekur sér fyrir hendur.
Gangi þér vel með fyrirlesturinn í Lundi ...og reyndu svo að hunskast til að klára greinina
Stjóri (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.