Sunnudagur 24. október 2010 - Íslandstörnin er hafin

Jæja ... mætti til landsins í gær ...

Eftir að hafa fengið þessa fínu pörusteik heima hjá mömmu, þá var farið í leikhús.

Finnski hesturinn.

Góð skemmtun ... tragísk kómedía ... eymdin ógurleg, neikvæðin hræðileg, fáránleikinn algjör.

""Þannig fór það" sagði karlinn þegar kerlingin féll niður í gegnum ísinn" - þessa setningu sagði "gamla kerlingin" sem Ólafía Hrönn lék ... mér fannst hún fyndin.

---

Morgunverðarboð í morgun ... allir helstu póstarnir mættu ... að vísu 1,5 klst of seint.  Héldu að boðið ætti að byrja kl. 11 þegar það byrjaði kl. 10.

"... hélt að boðið byrjaði kl. 11 og þá myndi enginn mæta fyrr en hálftólf ... " sagði Steina ... mér fannst það líka fyndið :D

---

Rétt eftir hádegið eða um leið og síðasti gesturinn mætti, þurfti ég að fara ...

Fór ásamt mömmu austur fyrir fjall að hitta þar konu vegna verkefnis ... skemmtilegar hugmyndir þar á ferðinni.

Góð ferð ... sem endaði í lambalæri heima hjá Toppu í kvöld ...

---


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband