Föstudagur 22. október 2010 - Góð laun

Ég var að lesa það rétt í þessu að fótboltasnillingurinn Wayne Rooney setur fram launakröfu upp á 150.000 pund á viku eftir skatta.

Eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna ... :D

... sem gera 1350 milljónir á ári ... 

Mér finnst alltaf jafnótrúlegt hvað forráðamenn félaganna eru tilbúnir til að borga þessum fótboltamönnum ... en það hlýtur að vera þess virði úr því það er gert. 

---

Maður hefði sjálfsagt átt að æfa sig meira með boltann úti í garði hér í eina tíð ... þó ekki hefði verið nema til þess að fá svona eins og 5% af þessum launum ...

... eitt ár hefði dugað til að koma manni á græna grein ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband