16.10.2010 | 07:25
Laugardagsfærsla - 16. október 2010
Sirkusævintýrið heldur áfram hér í Uppsala ... þ.e. draumar um að fara í sirkus dúkka upp á hverjum morgni.
Hinsvegar stranda þeir alltaf á þeirri ísköldu staðreynd að það er enginn sirkus í Uppsala um þessar mundir.
Þá er næstefst á óskalistanum nú á laugardagsmorgni að fara í bað ... og mun auðveldara að uppfylla það.
Reyndar tók baðferðin óvænta stefnu, þegar kom í ljós að faðirinn ætlaði að skreppa niður í þvottahús. Rauk þá dóttirin upp úr baðinu, í bleika baðsloppinn sinn og í stígvél og heimtaði að fá að fara með.
Ekki var unnt að verða við þeirri ósk, þannig að hún fór bara í baðið aftur eftir nokkrar samningaviðræður.
---
Já, úr því minnst er á samningaviðræður. Einn leikskólakennarinn sagði við mig um daginn að besta lausnin til að leysa helstu deilur heimsins væri sjálfsagt sú að senda nokkra leikskólakennara á staðinn ... einfaldlega vegna þess að þeir væru allan daginn að leysa deilur fólks á sama þroskastigi.
Mikið til í því ... :)
---
Rétt í þessu lauk baðferðinni. "Gott í bað ... ókei" sagði sú stutta þegar hún kom upp úr.
---
Hér eru sæljónin í sirkusnum sem er mikið rætt um ... sérstaklega það að þau hafi kysst húsbónda sinn ... það þykir sérlega merkilegt og skemmtilegt.
Í frábæru freyðibaði ...
Í bleika sloppnum ...
Í sama slopp í júlí 2009 ...
Athugasemdir
Þið verðið endilega að halda upp á sloppinn og láta hana í hann að ári ... ef hún mun þá komast í hann :) Frábær hugmynd að fá leikskólakennarana í heimsmálin, og þá helst þá sem vinna dags daglega á yngstu deildunum.
Stjóri (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 01:12
Við munum gæta sloppsins eins og sjáaldurs augna okkar og birta mynd af honum ásamt eiganda að ári.
Páll Jakob Líndal, 18.10.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.