11.10.2010 | 21:07
Mánudagur 11. október 2010 - Að massa hlutina
Ekki varð 10. 10 2010 sá vendipunktur í ævi dóttur minnar sem ég var að gæla við í gær.
Guddan snerist upp í andhverfu gærdagsins í dag ... grenjaði og gólaði og lét öllum illum látum ... það er kannski bara eins gott ...
... "sígandi lukka er best" segir einhvers staðar ...
Annars er það alveg merkilegt hvað hún lætur önnur börn vaða yfir sig. Ótrúlegt að geta ekki lamið frá sér! Þessi bjálfagangur hlýtur bara að vera úr móðurinni ... :)
Í dag þegar ég sótti hana í leikskólann var hún að djöflast í sippubandi sem var bundið við einhvern kofa. Þá kemur aðvífandi einhver gutti, höfðinu lægri, örugglega árinu yngri og aumur eftir því og tekur bara af henni bandið.
Það var ekkert verið að þrífa af drengstautanum bandið, segja honum "að drullast til að láta bandið friði og hypja sig burtu" ... og hrinda honum svo frá.
Nei, nei ... það var bara farið að grenja ...
---
Á heimleiðinni var farið rækilega yfir það hvernig beri að tækla svona aðstæður ...
---
Búinn að vera að vinna að greininni sem átti að vera löngu komin út en hefur tafist óheyrilega af ýmsum völdum.
Þetta er sum sé vísindagreinin sem er upp úr gögnunum sem ég safnaði í fyrra. Hún fer úr húsi á næstu vikum.
Þá tekur við að skrifa næstu grein sem á að fara út úr húsi fyrir lok ársins.
---
Leiðbeinandi minn hér í Svíþjóð sem er nú hvorki meira né minna en helsta nafnið í umhverfissálfræðibransanum í heiminum var að skrifa skýrslu til Háskólans í Sydney um frammistöðu mína í náminu og er hluti hennar eitthvað á þessa leið í lauslegri þýðingu:
"Það er aðdáunarvert hversu sjálfbjarga Páll er. Hann hefur sýnt geysilegt frumkvæði með því að koma fram með fræðilegar nálganir, greinandi aðferðir og tæknilegar útfærslur og tengja þær rannsóknarverkefni sínu. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að vinna með honum."
Þetta er það sem ég er alltaf að segja ... :)
Athugasemdir
Ég get alveg tekið undir með hinum sænska leiðbeinenda að það er afar ánægjulegt að vinna með doktor Páli.
Andrés Skúlason, 12.10.2010 kl. 07:29
Ekki amalegt að fá svona umsögn! Ég tek undir með Andrési og þeim sænska en það er sérlega ánægjulegt að vinna með þér.
Stjóri (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 00:48
Kærar þakkir kæru félagar fyrir hlý orð í minn garð :)
Páll Jakob Líndal, 13.10.2010 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.