10.10.2010 | 22:30
Sunnudagur 10. október 2010 - Að vera í rosastuði
Það er óhætt að segja að þeir sem fæddust í dag komi til með að fá snyrtilega kennitölu ...
Þessi dagur er því stórmerkilegur að þessu leytinu til.
---
Hérna hjá okkur í Uppsala er dagurinn ekki síður merkilegur vegna þess hversu ótrúlega fjörug dóttirin hefur verið í dag ...
... allt frá því hún heyrði í afa sínum og ömmu á Sauðárkróki í morgun hefur hún gjörsamlega farið á kostum ...
... við Lauga höfum hvorugt séð hana svona áður. Hún er oft hress en svona hress, svona lengi ... er algjört einsdæmi og það yrði nú ekki amalegt ef 10. 10 2010 yrði vendipunktur í þessa átt.
Það er búið að hlaupa, hoppa, hlæja, fíflast, leika, klifra, syngja, öskra og sitthvað fleira ... og ekki neinn tími til að sofa um miðjan daginn.
Ýmsum verkefnum hefur verið sinnt hér. T.d. er verið að vinna í spennandi líkanasmíð og svo voru keyptir kuldaskór á blessað barnið í Gränby Centrum.
Lauga hefur verið að lesa einhverja yndislega bók ...
---
Það er líka gaman að segja frá því að ég hef staðið við ætlun mína um að hætta að væla ... og þvílíkur léttir. Lífið verður svo miklu skemmtilegra þegar maður er ekki alltaf að væla.
Mæli með því fyrir alla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.