28.1.2007 | 00:32
Geir og lýsingarnar
Margir Íslendingar eiga það sameiginlegt þessa dagana að vilja veg íslenska landsliðsins í handbolta sem mestan og bestan, en einn er sá maður sem telja má mjög svo einarðan í stuðningi sínum við liðið en það er íþróttafréttamaðurinn Geir Magnússon, sem lýsir leikjum þess fyrir sjónvarpsáhorfendum. Oft hefur það þó vakið athygli mína hversu kröftuglega hann leyfir sér að leggjast á sveif með landanum í lýsingum sínum og verða fyrir vikið ákaflega hlutdrægur. Með því er ég þó ekki að segja að það sé neitt óeðlilegt við að Geir beri hag Íslands í alþjóðlegum keppnum fyrir brjósti sér ... en fyrr má nú rota en dauðrota.
Til að kanna hvort eitthvað væri hæft í þessum skoðunum mínum um meinta hugdrægni Geirs, tók ég upp á því í leiknum í dag, það er milli Íslands og Slóveníu, að skrá hjá mér hvaða orð Geir tók sér í munn annarsvegar þegar Íslendingar skoruðu og hinsvegar þegar Slóvenar gerðu mark. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Ísland | Slóvenía |
§ Glæsilegt mark!!!§ Guðjón Valur Sigurðsson!!!§ Logi Geirsson er búinn að skora!!! (Sagt 2 sinnum.)§ Snorri Steinn skorar (vítakast).§ Þetta er frábært hraðaupphlaup ... þvílík hraðaupphlaup!!!!§ Þvílíkt mark hjá Alexander!!!§ Það er allt að ganga upp hjá Loga Geirssyni í þessum leik!!!§ Snorri lyftir sér upp og skorar að hætti stórskytta!!!§ Glæsilega gert hjá Loga Geirssyni§ Snorri skorar 12. markið (vítakast).§ Éééééggggg skaaaaalllll segja ykkur það!!!!! Alexander Petterson setti hann úr mjög erfiðri stöðu!!§ Snorri skorar með skemmtilegu skoti!§ Markús Máni með skot og í bláhornið!!§ Markús Máni með skot og mark!!!§ Sigfús Sigurðsson og þetta er mark!!§ Alexander Petterson ... glæsilegt hraðaupphlaup ... frábær sending frá Sigfúsi.§ Snorri skorar ... þetta var mikilvægt mark!!!§ Frábær línusending og Sigfús með skot í gólfið og í ... (hahaha) ... slána og inn!!!§ Jáááááaaaa ... það syngur í netinu!!! § Logi Geirsson er óstöðvandi ... þetta var dýrmætt.§ Ólafur Stefánsson þrumar boltanum í netið!§ Róbert skorar fyrir Ísland og Íslendingar hafa aftur náð góðu frumkvæði í leiknum.§ Logi með ótrúlegt skot ... þetta er með ólíkindum!!!!§ Logi aftur á Guðjón Val og þeir skora!!!§ Hvað gerir Óli?!? Hann þrumar knettinum í netið ... frábært mark hjá Ólafi!!!§ Ólafur skorar!!! Ólafur Stefánsson með mark!!§ Snorri upp og hann skorar!!§ Og Guðjón Valur stekkur inn í vítateiginn og skorar!!!§ Hendurnar eru komnar upp hjá og Logi Geirsson skorar ... ótrúlegt en satt!!!!!!§ Og Róbert skorar með glæsibrag!! | § Slóvenar skora. (Sagt 2 sinnum.)§ Þetta viljum við ekki sjá.§ Vel gert hjá skyttunni.§ Þeir skora. (Sagt 3 sinnum.)§ Hann skorar. (Sagt 2 sinnum.)§ Þeir ná að skora. (Sagt 2 sinnum.)§ Slóvenar skora úr horninu.§ Rutenka í gegn og hann skorar.§ Vel gert hjá Slóvenum.§ Rutenka með skot og mark.§ Rutenka á vítalínunni og hann skorar.§ Þetta er vel gert.§ Rutenka skorar. (Sagt 2 sinnum.)§ Þetta gerði hann snyrtilega.§ Nú?!?§ Ojojojojojojojoooojjj ... þetta var gott mark.§ Lúmskt skot í gólfið og í netið.§ Þetta er mark.§ Hann nær að skora.§ Þeir ná nú að skora.§ X (missti af nafninu) skorar.§ Aleinn og óvaldaður og nær að skora.§ (Í 2 skipti sagði Geir ekkert þegar Slóvenar skoruðu.) |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.