25.9.2010 | 22:08
Laugardagur 25. september 2010 - Að fara í dýrt sund
Í morgun datt okkur Laugu í hug að skreppa í sund. Já, það er nú ekki á hverjum degi sem við förum í sund hér í Uppsala og GHPL hefur ekki komið á slíkan stað síðan hún fór í Breiðholtslaug snemma árs 2009.
Það er óhætt að segja að dóttirin lifði hápunkt ævi sinnar í lauginni ... slíkt var skemmtunin. Eftir að hafa farið varfærnislega ofan í laugina, mótmælt svolítið kútunum sem hún var með á handleggjunum, tók svo slíkt æði og slíkt fjör að leitun er að öðru eins.
Það verður því vandalaust að fara með hana í sund svo mikið er víst ...
... þó er eitt sem getur sett strik í reikninginn ... og það er verðið í sundið.
Það kostaði 170 sænskar krónur ofan í laugina. Það eru tæplega 3000 kr.
Ég hef alltaf kunnað vel að meta íslensku laugarnar ... en þetta var til að hækka álit mitt á þeim verulega.
---
Þetta var samt algjörlega þess virði úr því blessað barnið skemmti sér svona vel ...
... þó var eitt sem setti strik í reikninginn ... og það var það að bæði stígvélin duttu af Guddunni þegar við hjóluðum heim. Það uppgötvaðist við heimkomuna.
Þessi stígvél kostuðu um 350 sænskar krónur. Það er eitthvað á sjötta þúsund krónur.
Í kvöld var etinn grjónagrautur með kanil ... til að spara fyrir nýjum stígvélunum ...
---
En viti menn ... í kvöld heyrðu amman og afinn á Sauðárkróki af óförum barnabarnsins og ætla að gefa ný stígvél ...
---
Það er gott að eiga góða að!!!
---
Hér er Syd með dýraflóruna sína ... áhuginn á dýrahaldinu er gífurlegur ...
Dýrin eru vandlega geymd í skókassa. Skókassinn á svo sinn stað í íbúðinni og hann er fram á gangi fyrir framan skáp sem þar er ... eiginlega algjörlega í gangveginum. Er ævinlega vandlega gengið frá dýraskókassanum á þennan stað að leik loknum.
Athugasemdir
Sund er lífið ég býðst hér með til að vera sundguðmóðir Syd ég elska sund og skil vel að það sé 3000 kr virði - hulda bara hlær að þessu en hún er samt sammála og dáist að röggsemi og hraða tengdadóttur sinnar
Sigrún (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:13
Já og kannast vel við dýraáhugann þó ekki eins vel við fráganginn
Sigrún (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:14
Þá er það bara díll ... þú verður sundguðmóðir Syd :) ... það er nú ekki amalegur titill :)
Páll Jakob Líndal, 30.9.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.