22.9.2010 | 21:47
Miðvikudagur 22. september 2010
Ég er hættur að væla ... en mikið djöfull er leiðinlegt að spila fótbolta þegar helmingurinn af leikmönnum er bara í einhverjum fíflagangi ...
... svoleiðis fótbolta var ég í kvöld ...
Mótherjar okkar ... sem voru eitthvert afsprengi af liði pizzubakaranna ... var í þeim ham í kvöld, eftir að þeir sáu að þeir áttu ekki möguleika ...
---
Annars er þetta búið að vera hreinn snilldardagur. Mikið búið að lesa og pæla í dag ... lá yfir sálfræðilegum útlistunum, þar sem verið var að tengja tilfinninga- og sjálfstjórn saman við endurheimtandi umhverfi.
Þetta skilur náttúrulega enginn ... og fyrir vikið lít ég mjög vel út :) .
---
Mæðgurnar voru í sitthvoru stuðinu ... Syd Houdini var í banastuði en Lauga ekki. Lærdómur og þrældómur setti mark sitt á daginn hjá henni og hún sagðist bara vera hundþreytt.
---
Annars held ég að ég fari að skrifa þessar færslur á morgnana, enda er ég þá fullur af hugmyndum en það sama verður ekki sagt þegar klukkan er næstum miðnætti, eins og nú.
Athugasemdir
þessi engill !......hvaðan hefur þessi engill þessa frekju..???!! knús á hana frá mér
Abba (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:52
Hún hefur frekjuna frá móður sinni ... :)
Páll Jakob Líndal, 26.9.2010 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.