Miðvikudagur 22. september 2010

Ég er hættur að væla ... en mikið djöfull er leiðinlegt að spila fótbolta þegar helmingurinn af leikmönnum er bara í einhverjum fíflagangi ...

... svoleiðis fótbolta var ég í kvöld ...

Mótherjar okkar ... sem voru eitthvert afsprengi af liði pizzubakaranna ... var í þeim ham í kvöld, eftir að þeir sáu að þeir áttu ekki möguleika ...

---

Annars er þetta búið að vera hreinn snilldardagur.  Mikið búið að lesa og pæla í dag ... lá yfir sálfræðilegum útlistunum, þar sem verið var að tengja tilfinninga- og sjálfstjórn saman við endurheimtandi umhverfi.

Þetta skilur náttúrulega enginn ... og fyrir vikið lít ég mjög vel út :) .

---

Mæðgurnar voru í sitthvoru stuðinu ... Syd Houdini var í banastuði en Lauga ekki.  Lærdómur og þrældómur setti mark sitt á daginn hjá henni og hún sagðist bara vera hundþreytt.

---

Annars held ég að ég fari að skrifa þessar færslur á morgnana, enda er ég þá fullur af hugmyndum en það sama verður ekki sagt þegar klukkan er næstum miðnætti, eins og nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi engill !......hvaðan hefur þessi engill þessa frekju..???!!  knús á hana frá mér

Abba (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Hún hefur frekjuna frá móður sinni ... :)

Páll Jakob Líndal, 26.9.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband