12.9.2010 | 21:41
Sunnudagur 12. september 2010 - Að loknu Klakamóti
Jæja, þá er Klakamótið í fótbolta afstaðið ...
Sannarlega skemmtilegt og geysilega vel heppnað mót. Fagmannleg að því staðið í alla staði hjá þeim Lundverjum.
Ekki fór það svo að Knattspyrnufélagið 20 mínútur næði að vinna mótið en árangurinn var talinn viðunandi ... "nú er bara á byggja ofan á þessa reynslu" eins og mjög oft er sagt ...
Árangurinn var eftirfarandi:
2 sigrar og 3 töp eða 6 stig. Fjórða sætið af sex í riðlinum.
Það var jafn og góður stígandi í liðinu frá fyrsta leik ... þó að frátöldum dálítið brothættum fyrri hálfleik í 4. leik.
Liðsmenn voru nokkuð sáttir við árangurinn, en töldu þó að með smá heppni hefði verið hægt að innbyrða 3 stig til viðbótar og jafnvel 6 stig.
Þjálfarinn fékk að fjúka eftir mótið ... sem að sjálfsögðu lýsir hversu mikill metnaður hefur nú skapast innan klúbbsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.