Fimmtudagurinn 9. september 2010 - Að gramsa í gömlum blöðum

Á morgun verður farið á Klakamótið í Lundi. 

Í kvöld var glæsileg æfing hjá 20 mínútum og þjálfi lagði línurnar hvernig hin ýmsu atriði skyldu tæknilega framkvæmd ...

... allt gekk þetta eins og í algjörri sögu ...

Liðstjórinn var búinn að útvega búningana og mætti með þá til sýningar ... glæsilegir Liverpool-rauðir búningar.

---

Fann þetta á netinu í kvöld ... eftir að hafa komist að því að til er vefur sem heitir www.timarit.is.  Þar er hægt að fletta í gömlum tímaritum og dagblöðum ...

 

Þetta er sumsé viðtal úr Þjóðviljanum sáluga sem tekið var við síðuhaldara og þrjú bekkjarsystkini hans úr Austurbæjarskóla og birtist 12. apríl 1987.

Umræðuefnið er fermingin ... 

Ég man enn eftir þessu viðtali, og er minnistætt hversu lítið ég hafði til málanna að leggja ... enda má líka sjá það þegar viðtalið er lesið.  Bæði var ég svakalega feiminn og svo vissi ég bara ekkert hvað ég átti að segja ... ég hafði ekkert verið að pæla í neinni fermingu.

Ég fermdi mig bara af því að amma vildi að ég fermdist ...

Það hefði verið miklu skemmtilegra að tala um fótbolta ... nú eða KISS ...

---

Og talandi um KISS ... ég rakst á það fyrir hreint helbera tilviljun að skólastjóri tónlistarskólans á Djúpavogi heitir KISS ...

Þetta er nú með því svalara sem ég hef séð ...

Ef hann er ekki KISS-aðdáandi fram í fingurgóma, þá verð ég illa svikinn ...

Sá þetta á www.timarit.is.  Þetta er úr Dagblaðinu þann 31. ágúst 1979.  Vinsældarlistinn í Hollandi og Hong Kong.

I was made for loving you af plötunni Dynasty á toppnum í Hollandi þriðju vikuna í röð og í 9. sæti í Hong Kong.  Þess má geta að platan Dynasty kom út síðari hluta maímánaðar árið 1979 og varð fyrsta plata KISS til að slá í gegn út um allan heim ...

 

 ---

Guddan er í stuði ... og Lauga líka ... 

Hér er mynd af þeirri fyrrnefndu ... 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband