5.9.2010 | 21:07
Sunnudagur 5. september 2010 - Í sirkus
Í dag var eitt markmið lífs míns uppfyllt. En það er að fara í sirkus.
Mig hefur alltaf langað til að fara í sirkus og nú þegar Cirkus Maximum átti leið um Uppsala, var um að gera að grípa tækifærið.
Það sem setti einstaklega skemmtilegan svip á þetta var að Lauga og Guddan voru með í för ... og þess má geta sérstaklega að Lauga bauð ... :)
Í sirkusnum var hægt að fylgjast með öllum því helsta sem prýtt getur góðan sirkus ... trúðar, loftfimleikafólk, hestar, kameldýr, töframaður, keilukastarar o.s.frv.
Sæljónin slógu alveg í gegn hjá fröken Syd og þegar fílarnir ruddust inn datt kjálkinn á henni alveg niður á gólf ... slík var upplifunin ...
Í gær tókum við þátt í skemmtidegi sem haldinn var í hverfinu ... dagskráin var nú kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en við gerðum gott úr þessu, enda veður hið besta og engin ástæða til að láta fara illa um sig ...
Á skemmtideginum var meðal annars boðið upp á að skoða húsdýr og var dóttirin alveg svakalega spennt fyrir því.
Allra skemmtilegast var að reyna að gefa "lilla gís gas" svo vitnað sé orðrétt í þá stuttu ... en þetta þýðir auðvitað "litla grís gras". Á myndinni hér fyrir neðan er reynt að koma einhverju ofan í rolluna.
Og svo í kvöld var lið pizzubakaranna lagt að velli öðru sinni í þessari viku. Í þetta skiptið mættu þeir hvorki fleiri né færri en 13, en spilað var með 7 manna lið.
Það var sumsé allt lagt undir ... en það dugði ekki til ... 20 mínútur hafði betur ...
Reyndar fór þetta í vítakeppni ... og hver annar en þjálfi tryggði sigurinn í úrslitavítinu ... það er ekki að spyrja að því! :D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.