Föstudagur 27. ágúst 2010 - Jake and the Fatman

Í kvöld datt ég 20 ár aftur í tímann ...

... ég og Lauga vorum að horfa á Jake and the Fatman ... fengum fyrsta "seasonið" lánað hjá Sverri.

Eins og margir vita sem þekkja mig er ég ákaflega lítið gefinn fyrir að horfa á sjónvarp.  Enda finnst mér það einhver mesta tímasóun sem hægt er að hugsa sér og yfirleitt hreinlega leiðinlegt.

Af þeim sökum hef ég aldrei átt neina uppáhaldssjónvarpsþætti ... eitthvað sem ég má ekki missa af ...

Það er þó ein undantekning ... "Jake and the Fatman", sem sýndir voru á RÚV undir nafninu "Samherjar" í kringum 1990.

En nú er ég farinn að endurtaka mig ... því ég skrifaði um "Jake and the Fatman" þann 25. október sl.

Þetta eru bara svo miklir snilldarþættir.

---

Þessa dagana er dóttirin á kafi í því að lita.  Er sífellt að biðja um að fá að lita ... sem útaf fyrir sig er ekkert gott um að segja.

Það sem vekur þó athygli er að "litastundin" endar alltaf með ósköpum.  Hún heimtar að Óli prik sé teiknaður og svo þegar búið er að verða við þeirri ósk ... þá fer bara allt í köku.  Maður reynir þá að teikna annan í þeirri von að bjarga málunum ... en það er eins og að hella olíu á eld ...

... og allt í einu er ljúf stund við matarborðið orðin að ólgandi eldhafi þar sem hver púðurtunnan af annarri springur upp í loft ...

Enginn veit almennilega af hverju?!?!

Móðirin er því eiginlega búin að taka fyrir "litastundirnar".

---

Að klæða sig á morgnana er heldur ekkert auðvelt mál, því sú stutta er komin með miklar og sterkar skoðanir á því í hvaða föt skuli farið.

Ég ætlaði að klæða hana í krúttulegan bláan bol, merktum Sydney, Australia auk þess sem á honum var kóalabjörn, kiwifugl, kengúra, emu og eitthvað fleira ...

Nei, nei, nei ... búmm!!  Þetta var orðrétt svarið.  Svo var barist um á hæl og hnakka þegar reynt var frekar að koma henni í bolinn.

---

Í kvöld var Dórukvöld ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband