Miðvikudagur 25. ágúst 2010 - Að safna gögnum

Eins og undanfarna daga hefur þessi dagur verið afar annasamur, enda mörg járn í eldinum eins og stundum áður.

Mikið púður hefur farið í að safna fólki til að taka þátt í forkönnun á streitulistanum sem ég hef hugsað mér að nota í rannsókn á krabbameinsdeild LSH.
Þetta hefur verið mjög fróðlegt ferli fyrir mig að vinna að þýðingu á streitulistanum, úr ensku yfir á íslensku. 

Þó það ef til vill hljómi ekkert sérstaklega erfitt að snara 18 enskum orðum yfir á íslensku, þá reyndist það þrautin þyngri og gengur póstarnir fram og aftur milli mín og Kristínar Þorleifsdóttur, samstarfskonu minnar.

Að þýðingu lokinni, þurfti ég svo að fá helst nokkur hundruð manns til að rúlla í gegnum þennan lista.  Þegar þetta er skrifað, stendur sá fjöldi í um 150 manns.

Þegar gagnasöfnuninni verður lokið taka við tölfræðilegir útreikningar og úrvinnsla.  Þegar því öllu saman er lokið má fara að huga að því að fá leyfi hjá siðanefnd LSH en án þess verður engin rannsókn gerð.

Og þegar og ef siðanefndin gefur leyfi, þá loksins er hægt að fara að keyra sjálfa rannsóknina ... þannig að allt tekur þetta nú sinn tíma og krefst fyrirhafnar.

---

Mæðgurnar voru hressar í dag.  Annars hef ég satt að segja lítið talað við þær vegna anna.

Lauga er, þessa dagana, á fullu að undirbúa sig fyrir námið sem hefst í næstu viku.  Það þarf að líta í mörg horn áður en það hefst allt saman.

Guddan lék á alls oddi í dag.  Fékk hláturskast í kaffitímanum ... hvað var svona fyndið er enn á huldu.  Í kvöldmatnum tók hún ærlega til matar síns, sem gerist nú sjaldan og lauk máltíðinni með því að maka tómatsósu, smjöri, hvítlauksbrauði, pylsu, ís og mjólk í hárið á sér ...

 

Þess má geta að hún fór umsvifalaust úr stólnum ofan í baðkarið ... þar sem henni var þvegið hátt og lágt ...

Já, og hér er ein mynd af þeim mæðgum í "Dóru-baði".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega sæt mynd af mæðgunum saman í baði

 Já og varðandi streitulistann þá saknaði kvíðapésinn ég kvíðans á listanum. Gat einhvernvegin ekki alveg staðsett þá tilfinningu á listanum þínum, fannst það ekki passa undir "taugaspennt" eða "taugatrekkt" (var sko pínu kvíðin yfir fyrirhugaðri endajaxlatöku þegar ég gerði prófið...)

Helga G (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk fyrir þetta!

Ég ætla að líta betur á listann hjá mér og gera tilraunir með þetta ;) ... mjög gott að fá þetta komment. :)

Páll Jakob Líndal, 27.8.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband