Laugardagur 21. ágúst 2010 - Ákaflega ljúfur dagur

Vorum að koma úr stórskemmtilegu matarboði hjá Sverri og Dönu.  Það var dýrindis íslenskt lambalæri snætt og svo var tekið í spil á eftir.

Því miður gleymist myndavélin ... eins og stundum ...

Annars hefur dagurinn liðið við hin ýmsu störf.  Til dæmis var ég að viða að mér efni í bók, sem ég er með í smíðum og stefni á að verði gefin út fyrir árið 2014.

Lauga var svona í hinu og þessu og Guddan líka ...

---

Samkvæmt rannsókn sem ég sá um daginn, þá eru allt að 95% af hugsunum fólks neikvæðar.  Hugsanir sem í besta falli eru bara hreinlega leiðinlegar en í versta falli vinna gegn hagsmunum þess sem hugsar og valda honum jafnvel skaða.

Ég hef því mikið verið að velta því fyrir fyrir mér síðustu daga af hverju ég sjálfur er svona oft að hugsa eitthvað djöf*/?!# rugl í stað þess að hugsa eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt.

Þetta er náttúrulega heilmikil pæling ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þið eruð í góðu yfirlæti þarna úti og frábært að Lauga hafi komist í skólann...hún er náttúrulega snillingur! Svo bíður maður bara spenntur eftir bókinni sem verður án efa áhugaverð! (Ég notaði mín 5% af jákvæðu hugsununum yfir daginn í þessa færslu) 

Stjóri (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband