15.8.2010 | 20:35
Sunnudagur 15. ágúst 2010 - Skroppið í sveppi
Brotið var blað í sögu okkar hér í Svíþjóð í dag, þegar við skruppum í sveppatínsluferð í Knivsta með Matildu og Olav.
Ekki er nú hægt að státa af mjög glæsilegum árangri hvað sveppatínslu varðar, ekki frekar en þegar ég fór í veiðiferðina um daginn.
Nokkrir sveppir skiluðu sér í hús. Miklu fleiri sveppir voru þó tíndir en þegar betur var að gáð reyndust þeir of maðkétnir til að hægt væri að halda upp á þá. Meðal þeirra sem hent var, var geysilega voldugur sveppur sem ég fann, auðvitað sá langstærsti af öllum sem fundust í þessari ferð. Það er ekki að spyrja að því ;) .
Gaman að sjá hvað Syd er áhugasöm um sveppatínsluna.
Svo fann Lauga lítinn frosk sem kallast Gruda ... hér er mynd af honum.
Eftir sveppatínsluna hélt ég svo suður í Ekeby í fótbolta. Var hann hin ágætasta skemmtun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.