Mánudagur 2. ágúst 2010 - Veðmál í gangi

Þá er boltinn tekinn að rúlla af stað aftur ... og hefur allur dagurinn farið í endurbætur á hinni dásamlegu heimasíðu minni ... www.palllindal.com.  Endurbæturnar hafa þó ekki verið settar á veraldarvefinn, af þeirri einföldu ástæðu að þeim er ekki lokið.

Þess má geta að ég hef nú birt niðurstöður rannsóknarinnar sem ég keyrði í fyrra og fjölmargir lesendur Múrenunnar - í Uppsala tóku þátt í.  Að vísu hefur ekki enn gefist tími til að íslenska niðurstöðurnar, þannig að þeir sem eiga erfitt með að lesa ensku bera sennilega ekki mikið úr bítum.

Hinir "ensklæsu" geta lesið niðurstöðurnar ef áhugi er fyrir hendi.

Niðurstöðurnar verða þýddar eins fljótt og auðið verður ...

---

Guddan fór í dag í leikskólann í fyrsta sinn eftir sumarfrí.  Gekk það bara ágætlega og var hún sæl þegar náð var í hana um kl. 4 síðdegis.

Það er óhætt að segja að Íslandsdvölin hafi gert gott fyrir íslenskunám hennar ... miklu fleiri orð detta út úr henni nú en fyrir þremur vikum.

---

Fyrsti vinnudagurinn hjá Laugu tókst líka með miklum ágætum ... þannig að allt hefur þetta farið vel af stað.


Mæðgurnar við Tjörnina í Reykjavík 9. júlí sl.

---

Svo er það mál málanna ...

Á síðuhaldari að vera með skegg eða ekki??  Um þetta hefur verið deilt lengi ... og það er veðmál í gangi hér í Uppsala.

Hér eru tvær myndir ... og til vinstri á síðunni er skoðanakönnun sem allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að taka þátt í.

Hver skyldi nú vinna veðmálið ... til að allt teljist gilt er nauðsynlegt að minnsta kosti 30 taki þátt í könnuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband