Fimmtudagur 24. júní 2010

Jæja, þá er geysimikilli törn að ljúka hjá mér ... en það eru fyrirlestraskrif fyrir ráðstefnuna sem haldin verður í Leipzig í Þýskalandi í næstu viku.

Þó aðeins sé um 15 mínútna fyrirlestur að ræða er alveg glettilega tímafrekt að skrifa hann.  Jafnvel erfiðara en að skrifa lengri fyrirlestra.

---

Lauga er nú þegar þetta er skrifað á bak- og næturvakt þannig að í dag fékk hún frí í vinnunni.  Og við gripum tækifærið og grilluðum í hádeginu og borðuðum út á svölum.  Það var alveg ljómandi "næs", enda blíðan algjör.

 

---

Guddan fer mikinn þessa dagana.  Í leikskólanum í dag, hljóp hún, gerði jafnvægisæfingar, klifraði upp og niður tröppur, hló mikið og hlustaði á sögu.

Þegar hún kom heim var hún samt mest í því að frekjast og velta sér upp úr gólfinu ef hún fékk ekki nákvæmlega allt sem hún vildi með tilheyrandi óhljóðum.

--- 

Hún talar sífellt meira og skilur sífellt meira, sem má kannski teljast eðlilegt en um leið þakkarvert.  Því þó maður hafi tilhneigingu til að líta á þroska og heilbrigði sitt og annarra sem sjálfsagðan hlut, þá er það síður en svo sjálfsagt.  

T.d. greindist nú í vikunni, barnungur sonur vinafólks okkar hér í Uppsala með sykursýki I.  Það þýðir insúlínsprautur ævilangt, sem og vandleg vöktun á mataræði og hreyfingu.

En aftur að tali GHPL, en hún er nú farin að kalla sig, "Gí".  Þannig að ef hún er spurð nafns þá er svarið "Gí". Í síðustu viku var það "Gía" en nú er það bara "Gí".  Það greinilega hljómar meira töff og er náttúrulega meira í anda derhúfunnar sem hún ber á höfðinu á hverjum degi.

Derhúfuna verður nefnilega að setja á höfuðið með mjög nákvæmum hætti, svo nákvæmum að það getur enginn annar, nema hún sjálf sett hana rétt.  Skyggnið verður að vera aðeins út á hlið og töluvert fyrir andlitinu.

Við foreldrarnir erum ekki alveg að skilja þetta ... ?!?  Blessað barnið er nú ekki nema rétt 2ja ára ... ???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Gí töffari! Hlökkum til að sjá ykkur öll fljótlega!

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 25.6.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband