Miðvikudagur 23. júní 2010

Það er búið að vera alveg ótrúleg linka í þessu hjá mér á síðustu dögum ... svo mikil að kvartanir eru teknar að berast.

Eitthvað verður að hysja upp um sig brækurnar og að bæta úr enda margt sem drifið hefur á dagana.

Við t.d. héldum "veislu" þegar konunglega brúðkaupið var haldið um síðustu helgi, enda ekki á hverjum degi sem haldið er konunglegt brúðkaup í landinu sem maður býr.  

Lauga fór og keypti "brúðkaupstertuna", sem bragðaðist afbragðsvel, þó svo að Guddan hefði farið höndum um hana þar sem tertan stóð á stofuborðinu.

 

Einnig var boðið upp á gos, grænmeti, ávexti og flögur. 

Ekki spillti það fyrir að hafa forsetann á fremsta bekk í útsendingunni.  Augljóst að hann er innsti, eða að minnsta kosti næstinnsti koppur í búri hjá "rojalnum" hér í Svíþjóð. 

 
Stemmningin í stofunni.  Ef vel er að gáð má sjá forsetann á skjánum, við hlið verðandi tengdamóður krónprinsessunar. 

Svo eitt kvöldið skruppum við í góðan hjólatúr og þá urðu þessar kynjamyndir á vegi okkar.

 

Mér var litið út um eldhúsgluggann eitt kvöldið nýlega og þá blasti þetta við.

 

Það var engu líkara en skógareldar geysuðu í nágrenninu ... myndin er reyndar ekki nægjanlega góð en þetta var hreint magnað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Til hamingju með brúðkaupið kæru svíar!
Og reynið svo að hafa hemil á brennuvarginum í ykkur :O) Magnað sólarlag sem þú hefur náð mynd af þarna!

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 25.6.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband