31.5.2010 | 22:35
Mánudagur 31. maí 2010 - Dóttirin skammast
Sydney tók boltann í höndina og gekk hröđum skrefum ađ svaladyrunum og út á svalirnar. Augljóslega var nćst á dagskrá ađ henda boltanum milli rimlanna og horfa á eftir honum falla til jarđar af fjórđu hćđ.
Undirritađur brást snögglega viđ, eins og oft áđur, og náđi ađ góma knöttinn áđur en hann flaug sína leiđ. Ţví nćst stökk ég lipurlega inn í stofuna aftur og hélt áfram vinnu minni.
Syd var sko allt annađ en ánćgđ međ ţetta framtak mitt. Hún messađi brúnaţung lengi og hátt yfir mér, ţar sem hún stóđ í svaladyragćttinni. Svo ţagnađi hún og gekk hún inn í stofuna. Hún gekk rakleiđis til mín og horfđi reiđilega á mig. Messan byrjađi aftur.
Ţvílíkur orđaflaumur!
---
Ţađ sem eftir lifđi dags einkenndist af ítrekuđum köllum og skömmum af hálfu dótturinnar. Ég var skammađur og móđirin var skömmuđ.
"Maaaammmmmmmaaaa ... komdu hérna!!!" gólađi sú stutta í skipunartón innan úr stofunni međan veriđ var ađ matreiđa í eldhúsinu.
---
Í kvöld fékk hún svo ís ...
---
Annars er bara allt gott ađ frétta ...
... nýnćmi dagsins var ađ hella úr stóru vatnsglasi fram af svölunum. Ég ákvađ ađ bíđa međ ađ gera ţađ ţangađ til allt sćmilega vitiboriđ fólk vćri fariđ ađ sofa (nB! 99% Svía fer ađ sofa kl. 9 á kvöldin).
En ţađ er mjög gaman ađ gera ţetta. Hella vatninu úr glasinu og bíđa svo í smástund eftir ađ ţađ lendi á jörđinni. Horfa svo yfir nágrenniđ og athuga hvort nokkur mađur hafi séđ til.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.