30.5.2010 | 22:00
Sunnudagur 30. maí 2010 - II. færsla - Kosningar
Ekki er nú hægt að sleppa þessum degi án þess að minnast, þó ekki væri nema í örfáum orðum á kosningar sem fóru fram í gær.
Til að byrja með er ég feykilega ánægður með að í Djúpavogshreppi ákvað oddviti síðustu 8 ára, Andrés Skúlason að bjóða sig fram til næstu fjögurra ára. Listi Andrésar, Nýlistinn, var einn í framboði og var því sjálfkjörinn.
Þar með er búið að tryggja sveitarfélaginu góða forystu á kjörtímabilinu.
Svo ber að nefna Reykjavík. Þar þurrkaðist Framsóknarflokkurinn út og er það vel. Reyndar var mjög áhugavert að heyra sjónarmið Guðmundar Steingrímssonar um frammistöðu flokksins síðan "endurnýjunin" átti sér stað. Guðmundur gaf flokknum réttilega falleinkunn.
Nú er spurning hvað Besti flokkurinn gerir. Ég er viss um að liðsmenn hans munu standa sig vel. Margt af því fólki sem þar er að finna er siglt fólk. Nýjar aðferðir gætu sést, og vonandi tekst flokknum betur upp en Borgarahreyfingunni.
Og ef hægt væri að koma svolítið meiri gleði inn í umræðuna, þar sem stundum væri rætt það sem vel er gert. Það væri ekki svo mikill áfangi.
Frasi dagsins er innkoma Jóns Gnarr á kosningavöku Besta flokksins í nótt: "Áfram alls konar!!"
Ég er ekki viss um að það sé hægt að orða þetta betur ...
---
Svo er komið að nýnæmi dagsins.
Undanfarna daga hef ég sinnt þeim verkefnum. T.d. hef ég tannburstað mig meðan ég hljóp niður stigaganginn og út til að ná í hjólið mitt og setti það inn í hjólageymslu.
En í dag var málið að skríða undir stofuborðið. Sú athöfn var tekin upp en því miður er tækin mikið að stríða mér núna þannig að ...
Að skríða undir borðið var merkileg upplifun ... og töluvert erfiðari en ég taldi í upphafi, enda stofuborðið ekkert sérlega stórt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.