Fimmtudagur 27. maí 2010

Jæja ... þá er seinni Eurovision-undankeppnin að baki.  Svíarnir sitja eftir með sárt ennið ...

Nú er bara að sjá hvort Hera stendur við stóru orðin á laugardaginn.

---

Ég hef bókstaflega ekkert annað gert í dag en að vinna að sýndarveruleikanum mínum.  Ótrúlegur tími sem fer í að útbúa þetta.

En betur má ef duga skal.

--- 

Nýnæmi dagsins kemur fram í myndbandinu hér fyrir neðan.

Eins og ég sagði einhvern tímann, þá er Lauga líka að spreyta sig á nýnæmi dagsins.  Í dag fékk hún sér pizzu með skinku og ananas, og bætti svo lakkrís ofan á?!?

Henni fannst þetta "bara gott"?!?!

---

Guddan átti sína spretti í dag ... hér eru sýnishorn.


Meira en sátt með nærbuxurnar á höfðinu ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Þið eruð nú meiri snúllurnar öll sömul!

Uppástunga að nýmæli dagsins: að bora í nefið með tánum! Og vinsamlegast taka video af herlegheitunum...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 29.5.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk fyrir hugmyndina að nýnæmi dagsins :).

Því miður skv. reglum leiksins er bannað að þiggja uppástungur frá öðrum :/ . Hugmyndir verða allar að vera manns eigin.

Páll Jakob Líndal, 29.5.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Oh, en leiðinlegt! Og ég sem var farin að hlakka til að sjá þig með stóru tánna í vinstri nösinni...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 29.5.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband