26.5.2010 | 22:05
Miðvikudagur 26. maí 2010
Um kaffileytið fór ég í foreldraviðtal á leikskólanum hjá Guðrúnu.
Í viðtalinu var farið yfir helstu viðfangsefni dótturinnar í skólanum og hvernig hin ýmsu þroskastig tækju á sig breytingar.
Fátt kom mér á óvart þar, en ég verð að segja að ég var mjög glaður að heyra kennarana segja að Guddan væri mjög glatt barn.
Einnig kom fram að hún væri vinsæl meðal samnemenda sinna og börnin sæktu mjög í að leika við hana og vera með henni.
Dóttirin sýnir jafnvægislistir á sófabakinu
Frá því hún byrjaði hefur hún tekið miklum framförum hvað varðar hreyfiþroska. Sú iðja sem hún stundar mest er, eins og áður hefur komið fram hér á blogginu, hlaup og klifur. Þá er hún töluvert mikið í fótbolta og í því að gera jafnvægisæfingar. T.d. að ganga eftir plönkum eða stíga upp á stóra trjábúta.
Þá er hún óðum að taka samnemendur sína í sátt og er farin að eiga við þá samskipti í meira mæli en áður hefur tíðkast.
Samskiptin byggjast þó helst á að skiptast á hlutum.
Sandkassinn er aðeins að tikka inn ... en allt fram að þessu hefur lítill áhugi verið hendi.
Svo má nefna að hún hefur gaman af því að skríða inn í skápa og fela sig. Maður hefur orðið var við það upp á síðkastið. Í gær t.d. skreið hún inn í hillu í ICA matvöruverslun og faldi sig þar innan um grillkolapoka o.þ.h.
---
Nýnæmi dagsins í dag og það fimmta í röðinni er að vaska upp hnífaparasett með fótunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.