Þriðjudagur 25. maí 2010

Hera rétt slapp inn ... og við fögnuðum hér í Uppsala ... enda setti hún þetta lag gjörsamlega í vasann.  Ég hef ekki heyrt lagið síðan það vann keppnina heima á Íslandi, en mér fannst þær breytingar sem ég heyrði svona í fyrstu lotu, vera allar til batnaðar.  Sérstaklega var ég feginn að endatónninn var lækkaður um áttund.  Sá tónn var mjög tæpur mér í forkeppninni.


Blakandi fáni í Sandgerði þann 12. apríl 2006. 

Með árunum hef ég sífellt meira gaman af Eurovision.  Gaman að sjá og heyra hvað fólki dettur í hug og hvað það framkvæmir.

---

Það er líka með ólíkindum hvað það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann ... hvort sem það er í sjónvarpinu eða annars staðar.

Það er eitthvað sem hefur svo sannarlega breyst á þessum þremur árum sem maður hefur búið erlendis. 

---

Nýnæmi dagsins er einfalt ... standa á höndum í stofusófanum í 15 sekúndur.

---

Fór og hitti Terry leiðbeinanda minn í dag.  Við áttum ágætis spjall og hann kom með fínar ábendingar.

Annars hef ég verið frekar svona þurr á manninn í dag.  Veit ekki alveg ástæðuna fyrir því ... kannski skiptir hún ekki svo miklu máli heldur.  

Ætla að vera betri á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband