Sunnudagur 18. apríl 2010 - Að standa í lappirnar er mikilvægt

Nú er ég búinn að fá staðfestingu á því hversu illa of mikil seta fer með mig ...

... fór í fótbolta í kvöld og, guð minn almáttugur, þvílíkur munur að spila.  Mér finnst eins og ég hafi yngst um 40 ár.

Þetta er ein mesta uppgötvun sem ég hef gert á ævinni, hvorki meira né minna ...

---

Ég hef reynt margt á síðastliðnum árum til að finna út úr mjög svo versnandi líkamlegri heilsu hjá mér.  Ég hef satt að segja verið mjög undrandi yfir hversu illa ég hef verið á mig kominn, alltaf hrikalega stífur og aumur í vöðvum, sinum og liðamótum.  Alltaf fundið fyrir verkjum þegar ég hleyp, hef t.d. ekki getað tekið almennilegan sprett í tvö ár, einfaldlega vegna þess að ég hef verið of hræddur um að slíta eitthvað eða togna.

Nú síðast  hafa hnéin verið að stríða mér, vöðvarnir framan á lærunum á mér hafa verið grjótharðir og aumir, viðvarandi tognun eða hnútar hafa verið aftan í lærunum ... mér hefur satt best að segja ekki litist á þetta ...

---

En lausnin lá greinilega ekki í kókinu, ekki í hvíta brauðinu, ekki í skorti á því að teygja eða fara út að hlaupa eða lyfta ...

... það var skortur á því að standa nægjanlega mikið yfir daginn ... þetta er stórmerkilegt!!

---

Stefnan er því að fara fljótlega í IKEA og kaupa borð sem er hæðarstillanlegt ... sko, með rafmagnsmótor hægt er að nota til að færa það upp eða niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband