17.4.2010 | 21:03
Laugardagur 17. apríl 2010 - Í boði GHPL
Dagurinn byrjaði á boltaleik í stofunni kl. 8 í morgun ... allir voru með ...
Upp úr klukkan 10 fann dóttirin það upp að skríða inn í ruslaskápinn í eldhúsinu.
Það var óneitanlega spaugilegt að hlusta á hljóðin sem komu út úr skápnum meðan GHPL athafnaði sig þar inni ... dvölin endaði á því að hún skorðaði höfuðið fast á milli ruslafötunnar og niðurfallsröranna.
Kl. 13 vorum við komin í Kongress og Konsert Huset í Uppsala ... en af efstu æðinni er nokkuð gott útsýni yfir bæinn. Houdini spáði lítið í útsýnið en hljóp þess í stað þindarlaust um rýmið ...
Um kl. 14.30 vorum við svo komin á listasafn Uppsala.
Okkur Laugu fannst mjög gaman þar ... hér er t.d. eitt verkið.
Gudduna langaði mikið að komast inn fyrir minni hurðina, sem var nefnilega akkúrat í hennar stærðarflokki ...
... svo tók Guddunni að leiðast þófið á safninu ... og eftir að hafa ekki fengið leyfi til að æða út um neyðarútgang til að losna úr þessu %&#&&??!, setti hún sig í mótmælastöðu ...
Loks slapp hún út ... og við fórum á kaffihús og svo heim ...
Heima sýndi hún þessi tilþrif upp úr klukkan 20. Til skýringar: Á myndinni er hún með fæturna upp á borðinu og efri hluta baks og axlir í sófanum og myndar þannig brú milli þessara tveggja nytjahluta ...
Hún reif kjaft þegar henni var bent á að þetta gæti endað illa.
Að lokum má nefna að þetta hefði endað illa ef móðirin hefði ekki gripið inn í ... ;)
Athugasemdir
Frábærar myndir! Myndirnar af litlu þar sem tærnar gægjast út undan skáphurðunum og þar sem hún liggur á gólfinu eru óborganlegar
Stjóri (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.