Miðvikudagur 14. apríl 2010 - Að gjósa

Ekki minnkuðu lætin í dag ... blaða- og fréttamenn verða sjálfsagt ekki atvinnulausir þegar svona árar.
Samkvæmt www.dv.is segist Lára sjáandi sjá eitthvað miklu meira í vændum í eldgosahrinunni.
Nafni minn Einarsson jarðfræðingur tekur í sama streng þó hann byggi upplýsingar sínar á öðrum viðmiðunum en Lára.  Nefnir nafni Upptyppinga og Grímsvötn til sögunnar ...

... bara svona til að halda því til haga þá eru Upptyppingar, skv. Google Earth, í innan við 25 km fjarlægð í beinni loftlínu frá hinni "rómuðu" Kárahnjúkavirkjun.  Ég veit ekkert hvað það þýðir, en held því bara svona til haga eins og áður segir ... ;)

Yrði það ekki síðasti naglinn í kistu fyrrum stjórnvalda, ef virkjunin færi nú af stað ... væri þá ekki síðasti bautasteinninn hruninn?!  Myndi Valgerður mæta aftur í Kastljósið þá og fara yfir aðdraganda ákvörðunar um virkjunina?  Ætli sú ákvörðun hafi ekki verið svona álíka fagleg og bankaákvörðunin?

Gleymum því ekki að virkjunin er byggð á misgengi og einhvern tímann var mér sagt, sel það ekki dýrar en ég keypti, að meiningin hefði verið á sínum tíma að fylla upp í sprungurnar með steypu.  Við það var snarlega hætt, þegar menn horfðu á steypuna úr hverjum steypubílnum á fætur öðrum, hverfa ofan í hyldýpið.

Að auki segir Haraldur eldfjallafræðingur að gos í Kötlu sé síður en svo ólíklegt ... þannig að ...

---

Gaman að horfa á umræðurnar í Kastljósinu í kvöld ... aldrei þessu vant hélt Sigmundur Davíð sér að mestu til hlés enda sjálfsagt best fyrir hann að segja sem minnst.  Þar beitti hann þeirri rökhugsun, sem hann sjálfur hefur talað svo mikið fyrir, án þess að nota hana svo mikið.  Hann fær því prik fyrir frammistöðuna í kvöld ...

Bjarni Benediktsson hefði mátt taka sér Sigmund Davíð til fyrirmyndar að því leyti að halda sér saman ... í stað þess að vera hvað eftir annað að gjósa upp með endalausu málæði sem enginn nennir að hlusta á ...

... það er nú bara tímaspursmál hvenær hann verður látinn hætta ...  

---

Annars góður dagur hér í Uppsala ... vann hluta dags að umsókn til Pokasjóðs vegna verkefnis á Landspítalanum.  Fróðlegt að sjá hvað kemur úr því ...

Undirbúningur að rannsókn nr. tvö er í hámarki ... ég stefni á að starta þeirri rannsókn eins fljótt og kostur er ...

---

Annað heimilisfólk er í góðum gír ... en fréttir af þeim verða að bíða betri tíma, þar sem póltískt mat og skoðanir mínar, auk eldgosafrétta tókum of stóran hluta þessarar bloggfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband