13.4.2010 | 21:45
Þriðjudagur 13. apríl 2010 - Að geta ekki viðurkennt mistök
Mikið hljóta fylgismenn Valgerðar Sverrisdóttur að vera ánægðir núna, eftir að upp kemst hvernig einkavæðingu bankanna var háttað ...
... og það var aumkunarvert að horfa á hana neita að viðurkenna mistök og skorast undan ábyrgð á verkum sínum í Kastljósinu í kvöld ... verst að Helgi félagi Seljan skyldi ekki fylgja málum betur eftir þegar kerlingin var komin niður á hnéin í þættinum.
Það var líka slæmt að Kárahnjúkavirkjun skyldi ekki komast að í þættinum, en víst má telja að einhver maðkur hafi verið í mysunni, þegar sú snargalna ákvörðun var tekin ...
Ég hef alltaf haft megnustu óbeit á þessari kerlingu ... alltaf fundist hún vera spillingin holdi klædd ...
... enda var hún fljót að láta sig hverfa af hinu pólitíska sviði, þegar tók að harðna á dalnum ... og hefur látið lítið fara fyrir sér síðan.
Ég verð samt að gefa henni prik fyrir að mæta í Kastljósið í kvöld, hafandi þennan ömurlega málstað að verja ... en sjálfsagt er illu best af lokið ...
---
En maður veltir fyrir sér ... hvers vegna í fjandanum er enginn nægjanlega stórmannlegur í hugsun að geta viðurkennt mistök sín?!? Sérstaklega þegar þau blasa jafnrækilega við og raun ber vitni?!?
---
Héðan frá Uppsala er allt gott að frétta ... Guddan dálítið örg í dag framan af degi, en tók svo þriggja klukkustunda svefn og skein eins og sól í heiði eftir það.
Í kvöld skruppum við út í göngutúr um nágrennið, Houdini lék á alls oddi, enda má víst telja að hún hafi verið eina barnið yngra en 2ja ára sem enn var vakandi í landinu ... allavegana eina barnið á þessum aldri sem var úti í göngutúr sér til hressingar og yndisauka.
Að göslast út á svölunum er í miklu uppáhaldi þessi dægrin ... að fara inn og út um svaladyrnar er minnsta mál í heimi en þess má geta að stofugólfið og svalagólfið er ekki í sama plani, heldur verður að stíga niður þegar farið er út á svalir ...
Sydney vill gjarnan vera berfætt úti á svölum en "berrössun" er samt það albesta ...
---
Sjálfur hef ég tekið þann pól í hæðina að standa við vinnu mína ... tölvuskjárinn minn er kominn upp á stóran pappakassa þannig að hann sé í hæfilegri hæð þegar ég stend. Eftir daginn er skrokkurinn á mér allur annar, miklu fimari og liprari en þekkst hefur um langa hríð.
Niðurstaðan er því sú að of mikil seta á stól, sé í sama gæðaflokki og of mikil kókdrykkja ... sum sé hreinn viðbjóður!
---
Nú fer hreyfingarátakið að fara í gang aftur ... tognun sem ég ýfði upp á sunnudaginn hefur gengið til baka að miklu leyti, þannig að ég fer út að hlaupa á morgun ...
Athugasemdir
Þetta var kostulegt viðtal við Lómatjarnarbóndann. Þegar ég sé hana dúkka alltaf upp þrjú orð: Spilling, vanhæfni og asnaeyru. Í tæpa 4 mánuði fyrir undirskrift var búið að tala um franskan banka sem samstarfsaðila S-hópsins en daginn fyrir undirritun breyttist hann í þýskan banka sem enginn vissi neitt um, og allra síst Valgerður sem bar alla ábyrgð á þessu. Samt skrifar hún undir, eilítið ringluð og utangátta. [HS: Ábyrgðin er þín... VS: Já já já heldurðu að ég kannist ekki við það? HS: Samt skrifaðir þú undir? VS: Já ég gerði það.] Í kjölfarið var ein magnaðasta fréttaljósmynd Íslandssögunnar tekin þar sem Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson keyra hlæjandi í burtu.
Ég er hræddur um að hún, eins og svo margir aðrir ráðamenn þjóðarinnar, hafi einfaldlega verið 100% vanhæf. Og sökum vanhæfni/vanrækslu í starfi, finnst þeim þau ekki bera neina ábyrgð...þau gerðu eins vel og þau gátu en bara vissu ekki betur. Annars er skýrslan mögnuð og átakanlegur vitnisburður um ruglið sem hefur viðgengist síðustu árin.
Einhversstaðar las ég að nóbelsskáldið okkar hafi iðulega staðið við skriftirnar...snilldin mun nú dúndrast á skjáinn í gegnum lyklaborðið!
Stjóri (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.