Mánudagur 12. apríl 2010 - Skýrslan

Í dag hefur eitt mál verið í algjörum forgangi ... og það mál er rannsóknarskýrsla Alþingis ...

Og hvað er hægt að segja um hana?!?! 

Ja, hérna!

Bullið og ruglið hefur verið með hreinum ólíkindum ... og allir sungu með ...

Sjálfur er ég ekki saklaus ... keypti eins og ég mögulega gat í peningamarkaðssjóðum Landsbankans til að tryggja mér bestu ávöxtunina og fór í söngferð með Raddbandafélagi Reykjavíkur til Búlgaríu árið 2004, sem Björgólfarnir styrktu ...

Á meira að segja í fórum mínum ferðasögu úr ferðinni ... sem ég reyndar finn ekki núna í tölvunni minni.

Það "mesta og besta" í þessu öllu saman, var þó það að ég taldi allt fram á síðasta dag, að Björgólfarnir væru heiðarlegir menn.  Ég taldi að Landsbankinn væri best rekni bankinn á Íslandi fyrir hrun ... ég hélt í alvörunni að þegar Björgólfur Thor var að hitta ráðamenn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu skömmu fyrir hrunið, væri verið að ræða hvernig Landsbankinn ásamt fleirum myndu koma með innspýtingu í hagkerfið ...

Mér fannst upprisa Björgólfanna á sínum tíma virðingarverð og mér fannst virðingarvert hvað sá eldri setti mikinn pening í menningu og listir ... og svo var karlinn alltaf svo flottur í tauinu, í litríkum skyrtum og með óaðfinnanlegan bindishnút ...

12. apríl árið 2010 er ömurlega asnalegt að skrifa þetta ...

Það sem ég get sagt mér til varnar í þessu máli er að mér leist aldrei vel á uppkaup þeirra á miðbænum í Reykjavík ... og hvernig stefndi í að arkitektúr og skipulag miðbæjarins myndi lúta geðþóttaákvörðunum nokkurra auðmanna ...
Ég velti líka oft fyrir mér á þessum tíma hvar þetta myndi eiginlega enda ...

... Björgólfarnir að kaupa upp Reykjavík, auðmenn að kaupa upp jarðir út um allt land fljúgandi um í þyrlum, virkjanabrjálæðið algjört, kvótinn og fiskurinn í sjónum í tómu rugli, Elton John, Tom Jones, Duran Duran, 50 cent o.s.frv. o.s.frv.

Það var í rauninni ekkert eftir nema að skrifa "Coca Cola" á tunglið, eins og Zorglúbb gerði eftirminnilega í þekktri sögu um Sval og Val ... "Z fyrir Zorglúbb" (13. hefti). 

---

Þótt margir eigi um sárt að binda vegna þessa falls bankanna, þá er það mín skoðun að fallið hafi verið mesta gæfa Íslands ...

---

Í dag var um mjög fróðlegan dag að ræða ... fróðlegt að heyra í nefndarmönnum, sem voru að mínu mati mjög skýrir í tali og áheyrilegir.

Þetta var mikið þrekvirki að koma skýrslunni saman og það má segja að þó margt hafi farið úrskeiðis hjá ríkisstjórn Geirs Haarde, þá gerði hún vel þegar þessari nefnd var komið á laggirnar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband