Þriðjudagur 23. mars 2010 - Eitt ár komið ...

Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan við Lauga og Guðrún komum til Uppsala ... en það var einmitt 23. mars 2009.


Mæðgurnar nýstignar út úr strætónum sem ók okkur frá Arlanda-flugvellinum til Uppsala

Síðan þá hafa margir góðir hlutir gerst ... óhætt að segja það ...
Maður getur verið þakklátur fyrir það.  Raunar held ég að Uppsala sé besti staðurinn í heiminum sem við gætum verið á nákvæmlega núna ...

... toppíbúð, toppfólk sem við þekkjum, ég með toppleiðbeinanda, toppvinna hjá Laugu, toppleikskóli hjá Syd o.s.frv.

Þar með er samt ekki sagt að ég vilji búa hér til eilífðar ...

---

Guddan veik í dag, ennþá að jafna sig eftir mislingasprautuna ... fékk að horfa svolítið á Dodda af því tilefni ...
... sennilega verður hún líka heima á morgun ...

---

Ég fór að hitta leiðbeinandann minn í dag ... gaman að því ...
Nú eru allir fyrirlestrarnir að baki og hægt að einbeita algjörlega að doktorsverkefninu ... sem svo sannarlega veitir ekki af ...

---

Viðtal við mig í Fréttablaðinu í dag ... því miður var ég í myndatexta kallaður "umhverfissálfræðingur".  En það starfheiti er ekki til ... en auk þess hef ég ekki heimild til að kalla mig sálfræðing, því ég hef aðeins BA-próf í sálfræði, sem veitir ekki réttindi sem sálfræðingur ...

En þessi misskilningur vill stundum brenna við ...

 

---

Hreyfingarmál og kókdrykkja í tómu bulli eftir Íslandsferðina ... á því verður tekið á morgun ...

Ekki virðist sem hreyfingarátakið árið 2010 og ekki-kók-drykkjan hafi skilað miklu, því ég fékk þær athugasemdir meðan á Íslandsdvöl minni stóð að ég væri feitari en vanalega ... ekki veit ég hvað "vanalega" þýðir, en allavegana hef ég lítið grennst þrátt fyrir aukna hreyfingu og minni kókneyslu ...

... þarf greinilega að leggja höfuðið í bleyti ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært viðtal og framúrskarandi fyrirlestur sem þú hélst í Gerðubergi sl. miðvikudagskvöld! Þú ert greinilega á réttri leið kæri umhverfissáli. Virkilega gaman að hitta á þig hér á klakanum....þó þú værir feitari en vanalega

Bið að heilsa mæðgunum og vonandi hristir sú litla þetta fljótt af sér.

Stjóri (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir þetta :) ...

... þarf að drífa mig í megrun ...

Páll Jakob Líndal, 24.3.2010 kl. 21:19

3 identicon

fannst þér það ekki uppbyggjandi athugasemdir frá viðkomandi ??

SJKJ

S (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:52

4 identicon

Þú verður bara að hætta að borða brauð... það svínvirkar :)

Þóra (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 09:30

5 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Athugasemdirnar voru "wake up call" :) ... kannski ekki uppbyggilegar en örugglega réttmætar ;)

Þarf að skoða brauðið ... borða sjálfsagt nokkrum brauðsneiðum of mikið á hverjum degi.  Tek það til skoðunar ...

Páll Jakob Líndal, 25.3.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband