Miðvikudagur 10. mars 2010

Dagurinn hefur farið í að slípa heilmikla fyrirlestra sem eru nú orðnir að veruleika ... slípunin þarf að halda áfram á morgun ... en allt þokast þetta í rétta átt.

---

Það er engu líkara en vorið sé aðeins og láta sjá sig hérna, mikil sólbráð í dag ... og gaman að sjá hvað snjóinn tekur upp með penum hætti.  Ekki þessi djöfulgangur sem oft fylgir hlákunni heima á Íslandi ... það er svona heimsborgarabragur á þessu öllu saman.

---

Hún var vakin upp kl. 8.30 í morgun ... og hún var ekki búin að vera vakandi nema í nokkrar sekúndur þegar hún sagði "bíbí" og benti á gluggann, enda mátti heyra glaðværan söng frá fugli sem hafði komið sé fyrir á þakskegginu.

Það er alveg merkilegt hvað dóttirin er fljót að vakna.  Hún bara opnar augun og nánast umsvifalaust, setst hún upp, byrjar að spjalla og svo er hún oft staðin upp í rúminu innan 30 sekúndna frá því að hún opnar augun.  Ekkert verið að hangsa ... alveg hreint magnað ...

---

Lauga vann mikinn persónulegan sigur í dag þegar hún tók að sér símaráðgjöf í vinnunni.  Það ku vera býsna strembið viðfangsefni, sem flestir vilja gjarnan vera lausir við, jafnvel þó þeir hafi sænsku að móðurmáli.  
Lauga sum sé rúllaði upp verkefninu og var yfirmaður svo ánægður að hann jós hana lofsyrðum ... sem sumum þótti nú ekkert leiðinlegt ... skárri væri það nú!! :)

Þetta kemur mér náttúrulega ekkert á óvart, því ég held því fram við hvern sem er að betri starfskraft sé ekki hægt að hugsa sér. 
Hún er áhugasöm, klár, dugleg, framtakssöm, hefur frumkvæði, skemmtileg, hefur frábæra samskiptahæfileika, samvinnufús, metnaðargjörn, vandvirk og síðast en ekki síst er hún stálheiðarleg.


Kona dagsins á íslagðri Reykjavíkurtjörn í febrúar 2007.

---

Smá af þjóðmálnum.  Það er nefnilega glæsilegt að sjá hvernig álfyrirtækin hafa náð fram ótrúlega hagstæðum samningum á Íslandi síðustu misserin ...

Þetta hafa nú verið meiri snillingarnir sem sömdu fyrir Íslands hönd í þá daga ... það hefði nú verið nær að hafa svo sem eins og einn Sigmund Davíð í þeirri samningagerð.
Grjótharðan nagla sem er 200% viss um að hann hafi algjörlega rétt fyrir sér ...

Það er eiginlega ekki hægt að segja eitt einasta orð um þessa raforkusamninga ... slík er snilldin ...
... og ekki eru eftirköstin af virkjanabrjálæðinu og því rugli öllu saman síðri snilld ...

Og það besta er að meira en 40% fólks á Íslandi vill fá þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á öllu þessu rugli aftur til að taka við stjórnartaumunum ... það er sennilega mesta snilldin af öllu ...

---

En langsamlega mesta snilldin af öllum snilldum þessa dags er maðurinn sem giftist koddanum sínum ... eftir að hafa lesið þessa frétt og horft á myndbandið, getur maður ekki annað en hugsað hvað þetta líf er stórkostlegt :D .

Giftast koddanum sínum ... !! :D

********************************
18. dagur í líkamrækt árið 2010 (2. tilraun)

Hljóp 4.3 km

Fer aftur út að hlaupa á morgun
**********************************

************
17. dagur í ekki-kók-drykkju

Of létt
*********

 

******************************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lauga er náttúrulega bara frábær!!!

Bestu kveðjur til ykkar :-)

Linda (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband