9.3.2010 | 22:19
Þriðjudagur 9. mars 2010
Þetta hefur verið mjög effektífur dagur hjá mér ... námskeiðið sem ég á að halda á mánudagskvöldið næstkomandi í Gerðubergi er að verða tilbúið.
Nú er ekkert annað en að skrá sig ... það er hægt að gera hérna ... og svo mæta.
Námskeiðið heitir ... Maðurinn, umhverfið og umhverfissálfræðin ...
Það er hægt að lofa fróðlegu og skemmtilegu námskeiði ...
---
Annars eru bara allir í stuði ... það er aðeins tekið að vora hérna í Uppsala. Að minnsta kosti er mér farið að líða eins og kjúklingalegg á grilli, þegar ég sit við tölvuna á daginn og sólin skín inn um gluggann.
************************
Nennti ekkert að gera í líkamsrækt í dag og drakk kók ...
Bæti úr þessu á morgun ;)
************************
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.