6.3.2010 | 22:07
Laugardagur 6. mars 2010 - Afmælisdagur spúsunnar!!
Afmælisdagur spúsunnar!!
Þá er spúsan búin að bæta við sig einu ári í viðbót ... og ákvað að byrja 37. aldursárið á því að kynna sér neyðarmóttöku augndeildarinnar hér í Uppsala, en eftir nokkrar vikur fer hún að vinna á henni.
Við skruppum svo og fengum okkur kaffi með Örnu og Karvel í Gränby Centrum. Sérstaklega skemmtilegt ... fyrstu drög lögð varðandi skíðaferð í Alpana, sem meiningin er að fara eftir um ár. Það verður gaman!!
Í kvöld fengum við okkur svo pizzu og ákváðum að setja puttann á púlsinn með því að horfa á Melodifestivalen, en svo kallast undankeppni Eurovision hér í Svíþjóð. Sigurvegarar kvöldsins voru þær stöllur Pernilla Wahlgren og Jessica Anderson og fara þær því í Globen í Stokkhólmi að keppa um að komast til Osló. Ágætlega að sigrinum komnar, þó persónulega hefði ég viljað að Kalle Moraeus & Orsa Spelmän hefðu frekar unnið.
Svo voru sýndar myndir frá Íslandi í fréttunum í kvöld ... alltaf gaman að sjá myndir frá Íslandi, þó fréttirnar mættu svo sem vel vera jákvæðari en raun ber vitni.
---
En aðalmálið í dag er spúsan, þessi frábæri einstaklingur, sem á afmæli í dag!!
Tók mynd af þeim mæðgum fyrr í kvöld, sú stutta var á þeim tímapunkti orðin mjög þreytt en afmælisbarnið var í stuði ... þó svo rófubeinið væri aðeins að stríða ...
Síðuhaldari bauð upp á snilldarlausn fyrir afmælisbarnið, svo hún gæti horft verkjalaus á World Trade Center með Nicholas Cage í aðalhlutverki ;) . Takið eftir púðaröðuninni ;) .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.