Laugardagur 27. febrúar 2010

 

Í morgun ákváðum við að drífa okkur í Sunnerstabacken ... sem er skíðasvæði Uppsalabúa.  En þar sem Uppsalaland er nánast marflatt er skíðasvæðið nú ekkert ógurlega tilkomumikið, en samt mál vel renna sér niður brekkurnar þar.

Meiningin var fyrst og fremst að koma Laugu á skíði, en mjög langt er síðan hún steig síðast á svoleiðis útbúnað.
Og það sem er jafnvel enn merkilegra ... Lauga heldur að skíði og skíðaútbúnaður hafi ekkert breyst síðustu 100 árin.  Þannig trúir hún því eins og nýju neti að það sé jafnerfitt að standa á löppunum í nýtískuskíðaútbúnaði og á 70 ára gömlum skíðum sem hún notaði þegar hún var barn.

Þau skíði, sem sjálfsagt hafa verið meira hugsuð sem gönguskíði en svigskíði, voru með lykkju sem smeygt var aftur fyrir hælinn.
... og ég þekki það af eigin reynslu að það er gjörsamlega vonlaust að standa á svoleiðis skíðum ...  

---

Við ákváðum því að hjóla í Sunnerstabacken, sem tók smá tíma, enda færðin ekki endilega alveg sú besta ... en viti menn ... allir skíðaskór í hennar stærð voru upppantaðir í dag ... þannig að hún komst ekki á skíðin ... því verr og miður.

Við skelltum okkur því öll á snjóþotu og höfðum gaman af ... sjón er sögu ríkari ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst það er ekki hægt að ýta á svona like takka eins og á facebook þá bara geri svona "like" :)

Þóra (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband