26.2.2010 | 20:58
Föstudagur 26. febrúar 2010
Jæja ... þá fór hitastigið hér í Uppsala yfir 0°C ... það hlaut að koma að því!!
Það er nánast eins og hitabylgja sé hér ... enda erum við að tala um hátt í 25°C hækkun á hitastigi frá því í fyrri part vikunnar og það er ekki svo lítið.
Við Lauga vorum búin að ákveða að fara loksins á skíði á morgun ... en það gæti verið í uppnámi, verðum að sjá aðeins til. En það er nú ekki eins og maður hafi ekki haft tækifærið ...
---
Pakki barst í dag og í honum voru stórglæsilegar prjónaðar flíkur. Önnur á húsfreyjuna og hin á dótturina. Var það amman á Sauðárkróki sem sendi.
Svo klæddu þær sig í nýju fötin ... en því miður hálfsturlaðist sú stutta, en nokkrar myndir náðust þó ...
---
Sjálfur hef ég varið deginum í fyrirlestrarskrif, sem er gaman ...
---
*******************************
6. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)
Tók mér frí í dag
Fer út að hlaupa á morgun ef ég fer ekki á skíði
********************************
******************************
5. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)
Hljóp 4.1 km
******************************
********
5. dagur í ekki-kók-drykkju
Vikulegur skammtur í kvöld ... ahhhhh ...
*******
******
4. dagur í ekki-kók-drykkju
Alltof létt
******
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.