Þriðjudagur 23. febrúar 2010

Hef þetta stutt í dag ... er að horfa á eitthvað á vetrarólympíuleikunum sem ég hef aldrei séð áður ... 

... skíðakeppni milli fjögurra, á braut sem er alsett kröppum beygjum, hólum, hæðum og stökkpöllum.  Ég held að það tæki mig ekki langan tíma að hálsbrjóta mig á þessum æfingum ... enda fremur lítill skíðamaður ...

Er búinn að horfa á fjórar umferðir og í þeim hafa þrír dottið út keppni, og þar af einn sem þurfti að flytja með þyrlu af keppnisstað ... þannig að þetta er nú sjálfsagt svolítið krefjandi.

 Rétt í þessu duttu tveir í sömu lotunni ... þá eru þeir orðnir fimm sem hafa dottið á nokkrum mínútum ... 

---

Dagurinn annars liðið við fyrirlestrarskrif ... gaman af því ...

---

Allir í feiknastuði ...

************************
3. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Fór út að hlaupa í þessu líka frosti ... engin met sett nema hugsanlega persónulegt met í því að hlaupa í sem mestum kulda ... heildarvegalengd 2.7 km

Fer aftur út á morgun ... spáð hlýnandi
************************

*******
2. dagur í ekki-kók-drykkju

Upprúllun!!
******* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband