16.2.2010 | 22:39
Þriðjudagur 16. febrúar 2010
Því miður hefur þessi dagur verið einn af þeim dögum þar sem maður nær aldrei neinu flugi ... maður er bara úti á túni og pælir ekki í neinu nema einhverju leiðinda rugli ...
... sem betur fer gerist þetta afar sjaldan hjá mér. Meira segja er svo langt síðan síðast að ég man ekki hvenær það var ...
Ég ætti nú að geta glaðst yfir því :) ...
Annars held ég að þessi sveifla sé afleiðing af uppgötvun gærdagsins ... hún var dálítið stór sú uppgötvun. Og ég held líka að þessi stóra uppgötvun sé afleiðing af vinnu minni við upplifa núið, þ.e. að hægja á hugsanaflæðinu og hugsa bara um það sem ég þarf að hugsa, þegar ég þarf að hugsa það.
Og þegar ég fer að hugsa um það sem ég þarf að hugsa dúkka upp allskyns mál sem kannski eru ekkert sérstaklega uppörvandi ... t.d. það að maður sé vinnufíkill og geri sér aldrei dagamun ...
Þetta eru svona hugsanir sem maður heldur niðri í "undirdjúpunum" eins lengi maður getur, en um leið og maður lítur af þeim, vilja þær skjótast upp á yfirborðið. Ég hef stundum séð þetta fyrir mér, sem flotholt ...
Jæja, nóg um þetta í bili ...
---
Guddan var meira segja eins og snúið roð upp í hund í dag ... og sofnaði fyrir kl. 20 í kvöld, eftir að hafa nánast sturlast af völdum endalauss rugls.
Ég er viss um að hún verður alveg svakalega hress á morgun ...
Annars er það af henni að frétta að hún er farin að tala svolítið meira en áður, sem er gott ... og nú bæði íslensku og sænsku ...
Hún segir "skúa" þegar hún á við skó, og samkvæmt Laugu er það orðfæri svolítið sænskuskotið. Svo segir hún "púlka" þegar hún á við snjóþotu, en "pulka" er einmitt sænska orðið fyrir snjóþotu.
Á íslensku er "þessa" helsta orðið, og mikið notað þegar bent er á bók, sem hún vill fá í hendurnar. "Húfa" er annað orð sem er að detta inn, en vettlingana kallar hún "vantar", en "vantar" er einmitt sænska orðið yfir vettlinga.
Önnur orð eru "umm" (=já), "kex", "mamma", "voffi", "hoppa", "amma", "drekka", "lesa" og "kisa", svo dæmi séu tekin. Að ógleymdum orðunum "vínber" og "nei", en um þau orð hefur verið rætt áður hér á síðunni.
---
Svo er gaman að segja frá því að henni finnst alveg sérstaklega gaman að fara í eltingaleik með feluleiksívafi, sem fer þannig fram að sá sem er eltur, reynir að fela sig fyrir þeim sem eltir, gefist þess nokkur kostur.
Í eltingaeiknum hefur það verið brýnt fyrir þeirri stuttu að hafa hljótt þegar hún felur sig og er það þá gjarnan gert með því að segja "ussss" við hana.
Og viti menn ... hún er núna loksins búin að ná þessu ... eða þannig ...
Núna þegar hún felur sig, má gjarnan heyra frá felustaðnum lítið "usssss" ... sérstaklega ef hún er að vanda sig mikið að fela sig.
***************************************
41. dagur í líkamsrækt árið 2010
Dagurinn í dag gaf ekki tilefni til að hreyfa sig ...
Það verður tekið á því á morgun
**************************************
********
16. dagur í ekki-kók-drykkju
Upprúllun
*******
Athugasemdir
Þú stendur þig vél.... en þú þarft að taka þig á í Herbalifinu !!!
Abba (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:47
Ég þarf að taka mig á í Herbalife-inu!! Algjörlega sammála!
Páll Jakob Líndal, 18.2.2010 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.