Laugardagur 6. febrúar 2010

Skruppum snemma í morgun í 4H Gränby ... húsdýragarðinn sem ég og Guddan skruppum oft að skoða í sl. sumar ...

Dóttirin stóð sig sæmilega í garðinum ... segi nú ekki meira ...

---

Í dag skrifaði ég svo stutta grein fyrir Sumarhúsið og garðinn, sem fjallar um sálfræðileg áhrif háhýsa ... sem eru margvísleg ...

... um að gera að kaupa blaðið og lesa greinarstúfinn ...

---

Svo tók dóttirin upp á því síðdegis að fá næstum 40°C hita ... algjörlega upp úr þurru og alveg án þess að það sæist mikið á henni.
Í kvöld var hún hinsvegar orðið nánast hitalaus ...

... já, hún Guðrún Helga er sérstök ... verður ekki meira sagt.
Lauga heldur reyndar að þetta hitakast hafi komið sökum of stórs skammts af hóstasaft ... sel það ekki dýrara en ég keypti.  Hún er hjúkrunarfræðingur, ekki ég ...

---

Við horfðum svo á úrslitin í Júróvisjón í kvöld ... gaman að sjá Himma og Elísabetu í Ástralíu, þó ekkert hefði heyrst í þeim ...

Var nú bara sæmilega sáttur með úrslitin ... en þau voru nokkuð fyrirséð fannst mér, að minnsta kosti hvað varðar þessi tvö sem kölluð voru upp á sviðið í lokin ... bjóst samt við að Færeyingurinn og kóngurinn myndu vinna.

Persónulega fannst mér Mattarnir langbestir og fyrsta lagið var líka mjög gott ...

Laugu fannst hins Gleði og glens með Hvanndalsbræðrum vera besta lagið ...

***********************************
31. dagur í líkamsrækt árið 2010

Tók mér frí ...

Út að hlaupa í fyrramálið og fótbolti um kvöldið
************************************

********************************
30. dagur í líkamsrækt árið 2010

Hljóp 4.3 km ... og það var alveg þrælfínt
************************************

********
6. dagur í ekki-kók-drykkju

Svindlaði aðeins ... 1/2 dós af kóki með Júróvisjón
********

*******
5. dagur í ekki-kók-drykkju

Vikulegur skammtur - 2 dósir af kóki ... varð illt af því
*******


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband