4.2.2010 | 23:03
Fimmtudagsflétta - Snilld Guðrúnar
Sjaldséð sjón ... Houdini með snuð ...
---
Guddan fór á kostum í dag ... eins og oft áður ...
Atriði dagsins var þegar hún ákvað að draga fram úr einum eldhússkápnum stórt pastasigti úr stáli. Eins og sigti gjarnan eru, er þetta sigti kúft að neðan.
Sú stutta lét það nú ekki vefjast fyrir sér og ákvað að máta sig ofan í sigtinu. Allt gekk vel í tvær sekúndur uns sigtið valt út á hlið, með tilheyrandi bramli.
Hún hefur ekki sest aftur í sigtið ...
---
Það var skroppið sem snöggvast úr á svalir rétt meðan nauðsynlegt var að lofta út ... eftir framreiðslu kvöldverðarins ... hmmm ...
Beiðni um að fá að horfa á Dodda var hafnað með öllum greiddum atkvæðum og hrifningin ekki mikil ...
En þess í stað var boðið upp á hestbak ...
---
GHPL ákvað seinnipartinn að finna sér eitthvað að lesa. Af því tilefni klifraði hún upp á stól sem stendur við sjónvarpið og náði þannig að teygja sig í bók sem einmitt var upp á áðurnefndu tæki.
Bókin var ekki af verri endanum "Getting Rich Your Own Way" eftir Brian Tracy.
"Háleitar hugmyndir", hugsaði ég, þegar ég fylgdist með henni.
Hún skreið upp niður af stólnum og upp í sófann. Kom sér vel fyrir með bókina. Opnaði hana og leit í hana í fimm sekúndur ...
Þá taldi hún nóg væri komið og ákvað að setja bókina aftur upp á sjónvarpið, þar sem hún hafði tekið hana ...
Það er ég viss um að karl faðir minn hefði verið ánægður ef hann hefði séð þessi vinnubrögð, enda lagði hann mikla áherslu á að maður gengi frá eftir sig ...
... það er greinilega ágætis uppeldi þarna á leikskólanum ... því ekki hefur hún lært þetta heima hjá sér ...
---
Skömmu eftir að hafa gluggað í Brian Tracy, gekk Guddan til mín þar sem ég sat við tölvuna og var að vinna. Hún staðnæmdist, leit bænaraugum á mig og sagði svo undurblíðlega "lesa detta". Í sömu mund, rétti hún mér Sænsk-íslensku vasaorðabókina sem móðir hennar á.
Ég gat ekki varist brosi ...
***************************************
29. dagur í líkamsrækt árið 2010
Fór í Medel Jympa í Friskis&Svettis í kvöld ... sem var bara mjög fínt. Taekwondo-ið er komið í salt, nenni því bara ekki ;) ...
Á morgun ætla ég út að hlaupa ... sennilega 4 km.
***************************************
********
4. dagur í ekki-kók-drykkju
Hlægilega auðvelt ...
Á morgun ... hugsanlega verður vikuskammturinn (þ.e. 1 - 2 dós 33 cl hvor) tekinn þá ... samt ekki víst.
*******
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.