29.1.2010 | 22:48
Föstudagur 29. janúar 2010
Við skötuhjúin vorum að enda við að horfa á skemmtilega sænska mynd, sem við tókum á DVD ... "Sommaren med Göran". Það reddaði algjörlega að hafa enskan texta ;) ...
Guddan fékk líka sitt bíó ... Dodda ;) ...
---
Mikil vinna í dag ... lauk við Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps, þannig að hægt er að senda það til kynningar. Sem er gott mál ...
Fór svo að hitta leiðbeinandann minn niður á kaffihúsinu Konditori Fågelsången. Leiðbeinandinn er alltaf svo rausnarlegur að hann býður upp á köku og drykk í hvert skipti sem við hittumst. Ég reyni svona af og til að bjóða honum, en oftast nær tekur hann það ekki í mál ... segir að mér veiti ekkert af peningnum mínum ...
Í dag var hann búinn að lesa yfir uppkastið sem ég sendi honum á miðvikudaginn og var hann bara hress með það. Hann telur að við getum lokið greinarskrifum í febrúar og sent til tímarits. Það tímarit sem er í sigtinu er Environment and Planning B: Design and Planning.
---
Dauðþreytt Sydney í lok dagsins ... með rauðar eplakinnar eftir frostið, svolítið af tómatsósu og slatti af vaselini í andlitinu ...
************************
23. dagur í líkamsrækt árið 2010
Frí
Fara að lyfta eða í einhvern sprikltíma í fyrramálið
************************
**************************
22. dagur í líkamsrækt árið 2010
Frí
**************************
**************************
21. dagur í líkamsrækt árið 2010
Lyftingar og teygjur í Friskis & Svettis
*************************
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.