26.1.2010 | 22:11
Þriðjudagur 26. janúar 2010
"Hvort taka Íslendingar eða Svíar betri myndir af leiknum?", spurði Lauga í dag eftir að ég hafði sagt henni að það væri hægt að horfa á Rússaleikinn bæði á ruv.is og nehetskanalen.se. Svona rétt eins og myndatökumenn RÚV væru í íþróttahöllinni í Vín að mynda leikinn og Svíarnir stæðu við hliðina á þeim með sínar vélar.
"Ha?!?!", sagði ég.
Skyndilega glaðnaði til í kollinum á spúsunni. "Já, ókei ... þetta er búið ... við þurfum ekki að ræða þetta meira! Hvað er staðan annars?"
---
Skrif og aftur skrif ... og þetta smá mjakast ...
---
Af einhverjum ástæðum var engin taekwondo-æfing. Allt slökkt og harðlæst þegar ég mætti á svæðið ... frekar súrt, verð ég að segja.
---
Fengum þær fréttir frá leikskólanum að Guddan væri búin að klifra þar í allan heila dag ... þetta er nú meira klifuræðið í barninu.
Þegar hún kom heim, beið hún ekki boðanna og byrjaði að ... klifra!! En þetta ku vera styrkjandi ...
Annars sofnaði hún fyrir kl. 8 í kvöld. "Þetta er í annað skiptið, síðan ég veit ekki hvenær sem hún sofnar fyrir kl. 8", sagði móðirin þegar blessað barnið sofnaði í kvöldmatnum og notaði heimatilbúinn hamborgara fyrir kodda.
Hún braut líka blað þegar við komum á leikskólann því í fyrsta skipti gólaði hún eins og stunginn grís þegar ég ætlaði að fara ... það var ekki fyrr en Tina leikskólakennari mætti á svæðið að dóttirin tók einhverjum sönsum.
Þannig að ... merkur dagur í dag ...
****************************
20. dagur í líkamsrækt árið 2010
Taekwondo-æfingin gufaði upp - klukkutíma hjólreiðartúr í staðinn
Fara í ræktina á morgun - lyfta eða í einhvern tíma (það gæti verið spennandi ;) )
*****************************
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.