23.1.2010 | 21:46
Laugardagur 23. janúar 2010
Ekki var nú leiðinlegt að horfa á Íslendinga taka Danahelvítin í nefið ...
... það er alltaf gaman að fylgjast með danska þjálfaranum, honum Wilbek eða hvað hann heitir ... hann er svo rólegur og yfirvegaður ...
---
Hef verið að vinna í dag. Er að undirbúa rannsókn sem ég ásamt fleirum stefnum að keyra á Landspítalanum við fyrsta tækifæri ... þ.e. ef leyfi fæst til þess.
Það er bara skemmtilegt ...
---
Svo fékk ég hálfpartinn grænt ljós á gagnagreiningu rannsóknarinnar minnar hjá leiðbeinandanum mínum í gær, eftir um 3 klst fund, þar sem við fórum yfir stöðu mála ...
Það er mjög gott mál, því þá er hægt að setja allt á fullt að klára rannsóknargreinina, sem ég hef verið að vinna að síðustu daga.
---
Þá er ég að undirbúa námskeiðin sem ég held heima í mars.
---
Það hefur fengist staðfest hjá leikskólanum að Guddan er algjört klifurdýr ... fóstrurnar segja hana erfiða viðureignar vegna þess að hún prílar hratt og hljóðlaust ...
Varla má líta af henni ...
---
Mæðgurnar fóru út í dag að gera ýmislegt skemmtilegt. Fóru m.a. að hitta Örnu vinkonu á kaffihúsi ...
************************
17. dagur í líkamsrækt árið 2010
Fór að lyfta og teygja í morgun
Fótbolti og taekwondo-æfing á morgun
*************************
*************************
16. dagur í líkamsrækt árið 2010
Hljóp 3.7 km
*************************
*************************
15. dagur í líkamrækt árið 2010
Taekwondo-æfing
*************************
Athugasemdir
ooohhh ekki gaman að lesa bloggið þitt á meðan 24 dagar eru liðnir af nýju ári og ég hef ekki gert handtak... :/
Þóra (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 13:26
Þá er ekkert annað en að hysja upp um sig brækurnar og byrja að gera eitthvað ... svo einfalt er það nú :D
Páll Jakob Líndal, 24.1.2010 kl. 22:02
jeje right svo einfalt er það nú ekki :)
Þóra (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:31
Nú?
Páll Jakob Líndal, 26.1.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.